Varúð váhrif. Um pólitískar markalínur, örugg rými og valdatengsl í kennslu // Trigger warning

English below
Erindi: Þorgerður Einarsdóttir (hún), prófessor í kynjafræði við Háskóla Íslands
Í fræðilegri umræðu um varúð váhrif (trigger warnings) og kennslustofuna sem örugg rými birtast margvísleg sjónarmið sem mikilvægt er fyrir kennara og skólafólk að takast á við. Sú umræða lýtur að upplifunum þolenda ofbeldis og valdbeitingar en ekki síður að heimsmynd okkar, pólitískri sannfæringu og grunnhugmyndum um menntun. Váhrif eða kveikjur (e. triggers) sem rifja upp trámatíska atburði hjá nemendur geta ýkt upplifanir þeirra í valdatengslum kennslurýmisins. Í erindinu verða reifuð fræðileg sjónarmið í umræðunni, m.a. nálgun sænsku fræðikonunnar Rebeccu Selberg. Fjallað verður um viðleitni hennar og fleira fræðafólks til að skilja mismunandi sjónarmið og hugmyndir um hvernig megi vinna með fyrirbærið varúð váhrif á uppbyggilega hátt.
Hægt er að panta táknmálstúlkun á viðburði Jafnréttisdaga með tölvupósti á adstodarmenn@hi.is.
_________________
 
Speaker: Þorgerður Einarsdóttir (she), professor in Gender Studies at the University of Iceland
The debate on trigger warnings and the classroom as a safe space reflects different views which are important for educators to address. The debate revolves around triggers that can recall traumatic events to the students at the same time as it relates to our world view, political ideas and basic understanding of the nature of education. Triggers can exacerbate difficult experiences of the students by the power relations in the classroom. The presentation will discuss different views in the debate on trigger warnings and safe spaces, among others the approaches of the Swedish scholar Rebecca Selberg. Her attempts to contribute to the understanding of the debate will be discussed and how to deal with the phenomenon in a constructive way.