Smáraskóli er sigurvegari Sexunnar 2024!

Sexan er stuttmyndakeppni sem haldin er í janúar til febrúar ár hvert þar sem markmiðið er að ungt fólk fræði ungt fólk um birtingarmyndir stafræns ofbeldis og eru viðfangsefnin: samþykki, nektarmyndir, tæling, og slagsmál ungmenna. Auk þess er opinn flokkur þar sem þátttakendum gefst færi á að fjalla um hvaðeina sem þeim þykir mikilvægt að koma á framfæri. Dómnefnd hefur valið þrjár bestu stuttmyndirnar í Sexunni 2024 og voru úrslitin þessi:

1. Sæti: Smáraskóli – Vinur í raun. Höfundar: Jane María, Ásta Lind, Alexandra Ósk, Fabian, Sara Björk, Ásdís Elva.

2.sæti Smáraskóli – Tæling. Höfundar: Zein, Björn, Helgi, Óðinn, Eiður.

3.sæti Hólabrekkuskóli – Samþykki. Höfundar: Kamilla, Lilla, Majd, Ágústa, Brynjar, Brimir, Haukur, Anna og bekkurinn 71B.

Auk þess fékk Smáraskóli hvatningarverðlaun fyrir stuttmyndina Segðu frá. Höfundar: Dagný, Anna, Hanna og Ásthildur.

Sexan er forvarnar- og fræðsluverkefni breiðrar fylkingar samstarfsaðila sem öll láta sig lýðheilsu ungmenna varða: Neyðarlínan, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga, Jafnréttisstofa, Barna- og fjölskyldustofa, Fjölmiðlanefnd, Samskiptafulltrúi íþrótta- og æskulýðsstarfs, Ríkislögreglustjóri, Menntamálastofnun og RÚV.

Myndböndin ásamt nánari upplýsingum um keppnina og úrslitin má finna á heimasíðu Neyðarlínunnar.