Úrskurður kærunefndar jafnréttismála: Synjun ÍSOR á launuðu leyfi til karls var ekki brot á jafnréttislögum
Kærunefnd jafnréttismála hefur úrskurðað að Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) hafi ekki brotið gegn jafnréttislögum þegar karlkyns starfsmanni var synjað um launað leyfi til að styðja kvennaverkfallið 24. október árið 2023. Kærunefnd jafnréttismála taldi að þó synjunin hefði falið í sér mismunun á grundvelli kyns væri hún réttlætanleg sem sértæk aðgerð sem stuðlar að jafnrétti kynjanna.
Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar
Umræðan um svonefnt umönnunarbil, tímabilið frá lokum fæðingarorlofs þar til leikskóladvöl hefst, hefur verið áberandi undanfarin ár. Foreldrar lýsa álagi og óvissu og ný skýrsla Jafnréttisstofu sýnir að þær lausnir sem eiga að brúa bilið erum ósamræmdar og viðhalda sögulegum kynjahalla. Þjónusta sveitarfélaga, hvort sem hún birtist í formi heimgreiðslna, leikskólaumgjarðar eða dagforeldra, hefur víðast hvar bein áhrif á möguleika fjölskyldna til að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf,...