Er brotið á þínum réttindum

Telji einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök, í eigin nafni eða fyrir hönd félagsmanna, að brotið hafi verið á þeim geta þeir leitað atbeina kærunefndar jafnréttismála. Verkefni nefndarinnar er að taka erindi til meðferðar og kveða upp skriflegan úrskurð um hvort ákvæði laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karlalaga um jafna meðferð á vinnumarkaði nr. 86/2018 eða laga um jafna meðferð einstaklinga óháð kynþætti og þjóðernisuppruna 85/2018 hafa verið brotin (sbr. 2. mgr. 5. gr.).

Úrskurðir nefndarinnar eru bindandi en málsaðilum er heimilt að bera þá undir dómstóla. Jafnréttisstofa skal að beiðni kæranda fylgja því eftir að úrskurðum kærunefndar jafnréttismála sé framfylgt eftir því sem við á. Jafnréttisstofa getur einnig haft frumkvæði að því að vísa málum til kærunefndar, hafi hún rökstuddan grun um að stofnun, fyrirtæki eða félagasamtök hafi brotið gegn ákvæðum laga nr. 10/2008 (sbr. 5. mgr. 4. gr.).

Telji aðilar að brotið hafi verið á réttindum þeirra er ávallt mögulegt að leita til Jafnréttisstofu sem mun leiðbeina þeim með framhaldið.