Hvað er jafnréttisáætlun?
- Jafnréttisáætlun hjálpar til við að skoða stöðuna á vinnustað og fjarlægja hindranir sem geta hamlað bæði konum og körlum.
- Vel upplýst starfsfólk er lykill að árangri í jafnréttismálum.
- Áætlunin tryggir virkt jafnréttisstarf og stuðlar að betra starfsumhverfi og aukinni samkeppnishæfni.
- Til að öðlast jafnlaunastaðfestingu eða jafnlaunavottun þarf að hafa samþykkta jafnréttisáætlun frá Jafnréttisstofu.
Lögbundnar kröfur
- Fyrirtæki og stofnanir með 25 starfsmenn eða fleiri þurfa að:
- Setja jafnréttisáætlun eða samþætta jafnréttissjónarmið í starfsmannastefnu.
- Fjalla sérstaklega um:
- Launajafnrétti
- Laus störf, starfsþjálfun og símenntun
- Samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs
- Aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi og áreitni
Markmið og aðgerðir í áætluninni
- Jafna stöðu kynja á vinnumarkaði og innan fyrirtækja.
- Tryggja jöfn laun og kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.
- Opna störf jafnt fyrir konur, karla og fólk með hlutlausa skráningu kyns.
- Tryggja jöfn tækifæri til endurmenntunar og starfsþróunar.
- Stuðla að jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs.
- Koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi og áreitni.
Hvað þarf að koma fram?
- Skilgreind verkefni og aðgerðir til að ná settum markmiðum.
- Mikilvægt er að kynna áætlunina fyrir starfsfólki.
- Í aðgerðaráætlun skal eftirfarandi vera skýrt:
- Markmið.
- Aðgerðir.
- Tímarammi.
- Ábyrgðaraðilar.
- Gildistími.
- Eftirfylgni með aðgerðum.