Burt með mismunun

 
 
 

Burt með mismunun

Vissir þú að mismunun er ólögleg – bæði á vinnumarkaði og í daglegu lífi?

Þetta á við um mismunun á grundvelli kyns, kynþáttar, trúar, lífsskoðunar, fötlunar, skertrar starfsgetu, þjóðernisuppruna, aldurs, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna eða kyntjáningar.

top-left btm-left ekki mismuna top-right btm-right
hefur þú orðið fyrir mismunu

Ólögleg mismunun á sér ýmsar birtingarmyndir. Hún getur átt sér stað við kaup á þjónustu eða ráðningu í tiltekið starf, svo fátt eitt sé nefnt. Það getur verið snúið að leggja mat á slík mál – en ráðgjöfum hjá Jafnréttisstofu er ljúft og skylt að aðstoða þig.

Brot á jafnréttislögum fyrnast á 6 mánuðum og þess vegna er mikilvægt að tilkynna mál tafarlaust ef grunur um mismunun vaknar.

Hafa samband við ráðgjafa
fólk í samtali

Spurt og svarað

Algengar spurningar

Aðstoðar Jafnréttisstofa bara í málum tengdum kynjamisrétti?

Nei, Jafnréttisstofa aðstoðar líka í málum tengdum mismunun vegna kynþáttar, trúar, fötlunar, aldurs, kynhneigðar svo eitthvað sé nefnt.

Úrskurðar Jafnréttisstofa í málum sem tengjast jafnri meðferð?

Nei, kærunefnd jafnréttismála úrskurðar í slíkum málum. Kæruferlið hjá þeim er einfalt og það þarf að kæra innan 6 mánaða frá atviki.

Jafnréttisstofa veitir einstaklingum ráðgjöf varðandi mál sé þess óskað.

Má hafna fólki um starf vegna erlends uppruna?

Nei, mismunun vegna þjóðernisuppruna er óheimil. Það á einnig við um aðrar mismunabreytur.

Ef karl og kona sækja um starf, verður þá að ráða konuna?

Nei, ráða skal hæfasta einstaklinginn, ef karl og kona eru talin jafn hæf skal ráða einstakling af því kyni sem hallar á á þeim vinnustað sem um ræðir.

Má neita mér um þjónustu vegna þjóðernis eða kynhneigðar?

Nei, mismunun vegna þjóðernis eða kynhneigðar er óheimil.

Get ég kært ef mér var neitað um þjónustu?

Ef þér var neitað um þjónustu vegna mismunabreytu sem talin er upp í lögum þá getur þú sent inn mál til kærunefndar.

Fyrnast brot á jafnréttislögum?

Kærufrestur til kærunefndar jafnréttismála er almennt 6 mánuðir og þess vegna er mikilvægt að tilkynna mál tafarlaust ef grunur um mismunun vaknar.

Hverjir geta leitað til kærunefndar jafnréttismála?

Einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök, í eigin nafni eða fyrir hönd félagsmanna sem telja að ákvæði jafnréttislaga hafi verið brotin, geta leitað til kærunefndar jafnréttismála.

IS / EN