Kynbundið ofbeldi

Eitt af hlutverkum Jafnréttisstofu skv. 4. gr. laga um stjórnsýslu jafnréttismála nr. 151/2020 er að vinna að forvörnum gegn kynbundnu ofbeldi í samstarfi við önnur stjórnvöld og samtök sem sinna slíkum forvörnum sérstaklega. 

Í 2. gr. laga umjafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020 er að finna orðskýringar og skilgreiningar með lögunum en þar segir:

Kynbundið ofbeldi: Ofbeldi á grundvelli kyns sem leiðir til eða gæti leitt til líkamlegs, kynferðislegs eða sálræns skaða eða þjáninga þess sem fyrir því verður, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennda sviptingu frelsis, bæði í einkalífi og á opinberum vettvangi.

 

Tengt efni: