Lesefni

Hvernig er þinn vinnustaður? 

Hægt er að velta eftirfarandi spurningum fyrir sér: 
  • Er rætt hvaða möguleikar eru til staðar til að auðvelda samræmingu fjölskyldu– og atvinnulífs?
  • Hver eru viðhorf stjórnenda og yfirmanna til fjölskyldulífs og mikilvægi þess að starfsfólk geti samræmt vinnu og fjölskylduábyrgð?
  • Er boðið upp á vinnufyrirkomulag og/eða vinnutíma sem auðveldar starfsfólki að eiga tíma með fjölskyldunni, eins og t.d. sveigjanlegan vinnutíma eða fjarvinnu?
  • Er fjölskyldulíf þitt metið af virðingu þegar vinna og fjölskylda rekast á?
  • Er báðum kynjum sýndur skilningur þegar sinna þarf foreldrahlutverkinu?

    Bæklingurinn fyrir stjórnendur.
    Bæklingur fyrir starfsfólk.
Hér má sjá kynningarmyndband sem N4 gerði fyrir Jafnréttisstofu 2013 um verkaskiptingu inn á heimilum.