Þú átt von - myndbönd

Sóley

Sóley er 13 ára stelpa sem ólst upp við heimilisofbeldi frá fæðingu til 11 ára aldurs. Hún upplifði ofbeldi af hendi föður og þekkti ekki aðrar heimilisaðstæður fyrr en hún flutti með móður sinni og eldri bróður á annað heimili þar sem þau hafa byggt upp nýtt líf í öryggi. Fjölskyldan leitaði aðstoðar hjá neyðarlínunni: 112, lögreglu, Kvennaathvarfsins og víðar. Í þessu myndbandi deilir Sóley sögu sinni og mikilvægi þess að leita sér hjálpar og ræða um ofbeldið.

 

Tómas

Hvað geta þau gert sem beita sína nánustu ofbeldi? Tómas er ekki til í raun og veru en frásögn hans er byggð á viðtölum við gerendur í heimilisofbeldismálum. Það er hægt að breyta hegðunn sinni. Fyrsta skrefið er að viðurkenna vandann og leita sér hjálpar.

 

Birna

Þegar konur sem búa við ofbeldi verða þungaðar er algengt að það aukist. Það kom fyrir Birnu. Hún bjó með ofbeldisfullum maka í mörg ár. Í myndbandinu segir hún sögu sína og hvernig hún kom út úr sambandi og byrjaði nýtt líf með börnum sínum með góðri aðstoð. Það er alltaf von um betra líf án ofbeldis.

 

Anna

Anna flutti til Íslands til að búa með íslenskum maka sínum. Hann kom ekki vel fram við hana og beitti hana meðal annars ofbeldi, andlegu og líkamlegu. Eftir nokkurra ára búsetu á Íslandi leitaði hún aðstoðar og fór frá maka sínum og hóf nýtt líf með börnum sínum með hjálp Kvennaathvarfs og ýmissa sérfræðinga.

 

Jóhanna

Jóhanna er fötluð kona sem hefur upplifað ofbeldi. Fatlaðar konur eru miklu líklegri en ófatlaðar konur til upplifa ofbeldi, bæði heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi. Jóhanna hefur leitað mikið til Bjarkarhlíðar og Stígamóta til að vinna úr því ofbeldi sem hún hefur orðið fyrir. Jóhanna deilir sögu sinni og segir frá þeim leiðum sem hægt er að velja til að leita sér aðstoðar.