- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Jafnréttisstofa vinnur að því að tryggja jafnrétti kynjanna í íslensku samfélagi, í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna og stjórnsýslulög jafnréttismála. Í því felst að stuðla að jöfnum tækifærum, vinna gegn mismunun og staðalímyndum og tryggja jöfn tækifæri kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Á undanförnum árum hefur Jafnréttisstofa sérstaklega lagt áherslu á verkefni sem snúa að körlum og jafnrétti – bæði í rannsóknum, ráðgjöf, vitundarvakningu og stefnumótun í málaflokknum.
Jafnréttisstofa vinnur markvisst að því að:
Ráðgjöf og eftirlit
Jafnréttisstofa veitir einstaklingum ráðgjöf um réttindi samkvæmt jafnréttislögum. Karlar leita til stofunnar með fjölbreytt mál, meðal annars um:
Ráðgjöfin byggir á lögum nr. 150/2020 og nr. 151/2020, og tekur mið af því að bæði karlar og konur geta átt í erfiðleikum með að ná fram réttindum sínum innan, þjónustusviða og réttarkerfisins.
Með þessari þjónustu styður Jafnréttisstofa við markmið um jafna stöðu foreldra og tryggir að karlar hafi sömu möguleika til að sinna umönnun, fjölskyldulífi og þátttöku í samfélaginu á jafnréttisgrundvelli.
Samkvæmt 4. gr. laga um stjórnsýslu jafnréttismála fylgist Jafnréttisstofa með þróun jafnréttismála í samfélaginu og hefur frumkvæði að skýrslum, rannsóknum og úttektum. Hluti þessa vinnu snýr beint að körlum, stöðu þeirra og hindrunum sem þeir mæta.
Skýrslan Karlar og jafnrétti (2013)
Ein veigamesta úttekt Jafnréttisstofu á þessum málaflokki er skýrslan Karlar og jafnrétti (2013), sem setti fram ítarlega greiningu á stöðu karla í íslensku samfélagi og lagði til fjölda aðgerða. Þar var sérstaklega fjallað um:
Skýrslan ítrekaði að jafnréttismál væru ekki aðeins verkefni kvenna, heldur snertu karla á margvíslegan hátt. Hún markaði tímamót í nálgun á jafnrétti þar sem sérstök áhersla var lögð á lífsgæði karla og þau samfélagslegu kerfi sem hafa áhrif á möguleika þeirra og val.
Tillögurnar sem lagðar voru fram urðu mikilvægt innlegg í opinbera umræðu og hafa haft áhrif á síðar verkefni Jafnréttisstofu, m.a. í menntamálum, heilbrigðismálum og málum sem snúa að umönnun.
Aðgerðir til að fjölga körlum í hjúkrun
Jafnréttisstofa hefur unnið náið með Háskólanum á Akureyri að rannsóknum og úrbótum sem miða að því að:
Þessi vinna hefur meðal annars skilað sér í norræna verkefninu „Share the Care“, sem birti ítarlegar tillögur til að fjölga körlum í umönnunarstéttum. Verkefnið undirstrikar að fjölbreytileiki í hjúkrun er ekki aðeins jafnréttismál heldur mikilvægt faglegt og samfélagslegt markmið.
Karlar og kynbundið ofbeldi – þolendur og gerendur
Jafnréttisstofa hefur ítrekað bent á mikilvægi þess að:
Í gegnum vinnu við framkvæmdaáætlanir stjórnvalda í jafnréttismálum, og í samstarfi við ráðuneyti, hefur stofan lagt til og stutt verkefni sem tengjast þessum málaflokki.
Karlar og jafnrétti í verkefnum Evrópuráðsins
Sérfræðingur Jafnréttisstofu situr í Jafnréttisnefnd Evrópuráðsins. Þar hefur Ísland haft áhrif á alþjóðleg viðmið um:
Leiðbeiningar Evrópuráðsins um karla og drengi (2023) eru mikilvægt verkfæri sem Jafnréttisstofa nýtir í innlendri stefnumótun og fræðslu.