Úrskurður kærunefndar jafnréttismála: Synjun ÍSOR á launuðu leyfi til karls var ekki brot á jafnréttislögum
Kærunefnd jafnréttismála hefur úrskurðað að Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) hafi ekki brotið gegn jafnréttislögum þegar karlkyns starfsmanni var synjað um launað leyfi til að styðja kvennaverkfallið 24. október árið 2023. Kærunefnd jafnréttismála taldi að þó synjunin hefði falið í sér mismunun á grundvelli kyns væri hún réttlætanleg sem sértæk aðgerð sem stuðlar að jafnrétti kynjanna.
Þann 15. september 2025 hélt Jafnréttisstofa upp á 25 ára afmæli sitt með ráðstefnu. Meginþemað var kynbundið ofbeldi, með pallborði þar sem áhersla var lögð á stafrænt kynbundið ofbeldi. Þátttakendur á ráðstefnunni voru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra og ráðherra jafnréttismála, dr. Rannveig Sigurvinsdóttir, dósent við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík, Drífa Snædal, talskona Stígamóta, París Anna Bergmann, menntaskólanemi og aktívisti og Jón Ingvi Ingimundarson, verkefnastjóri hjá Jafnréttisstofu. Hjalti Ómar Ágústsson, sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu, stýrði pallborði og Martha Lilja Olsen, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, hélt opnunarávarp.
Jafnréttisstofa hóf formlega starfsemi sína þann 15. september 2000 og á því 25 ára afmæli um þessar mundir. Við slík tímamót er fullt tilefni til að líta um öxl, horfa yfir farinn veg ásamt því að íhuga stöðu dagsins í dag og þörfina fyrir opinbera stofnun á sviði jafnréttismála. Frá upphafi hefur helsta hlutverk stofnunarinnar verið að hafa eftirlit með framkvæmd jafnréttislaga, sjá um fræðslu og upplýsingastarfsemi í málaflokknum, veita ráðgjöf og fylgjast með þróun jafnréttismála, m.a. me...