Úr jafnréttislögum:

Kynjasamþætting: Að skipuleggja, bæta, þróa og leggja mat á stefnumótunarferli þannig að sjónarhorn kynjajafnréttis sé á öllum sviðum fléttað inn í stefnumótun og ákvarðanir þeirra sem alla jafna taka þátt í stefnumótun í samfélaginu

Tryggvi Hallgrímsson
Í umræðunni

Getur Istanbúlsamningurinn hjálpað okkur að takast á við Metoo?

Ofbeldi er þjóðfélagsmein og birtist okkur í frásögnum þeirra sem stigið hafa fram undir myllumerkinu #metoo, á síðustu misserum. Metoo-bylgjan frá haustmánuðum 2017 veitti innsýn í umfang mikils vanda en síðustu vikur hefur kastljósinu enn frekar verið beint að úrræðaleysi þolenda og meðvirkni með gerendum. Istanbúlsamningurinn (e. Istanbul Convention) var samþykktur á vettvangi Evrópuráðsins (e. The Council of Europe) 11. maí 2011 og undirritaður af íslenskum stjórnvöldum sama dag. ...
Lesa meira

Jafnréttisdagatal - í samstarfi við GenderKalenderN

  • Síðastliðin tvö ár hefur Ísland farið með formennsku í Norðurskautsráðinu en henni lýkur nú í maí er formennskan færist til Rússlands. Jafnrétti var einn af megináhersluþáttum formennsku Íslands og föstudaginn 14. maí klukkan 16:00 verður haldinn netráðstefna í tilefni af útkomu skýrslu um kynjajafnrétti á Norðurslóðum sem unnin hefur verið sem formennskuverkefni Íslands í ráðinu.
    14.05.2021