Það er komið að fjórða og síðasta hluta vitundarvakningarinnar Meinlaust í samstarfi við félagasamtökin Hennar rödd. Vitundarvakningunni er að þessu sinni ætlað að sýna birtingarmyndir þeirrar öráreitni sem konur af erlendum uppruna verða fyrir í samfélaginu og fá fólk til að opna augun fyrir afleiðingunum.
Er ákvarðanataka í leikskólamálum tekin út frá kynja- og jafnréttissjónarmiðum?
Undanfarið hafa borist fréttir af breytingum innan leikskólamálaflokksins hjá einstaka sveitarfélögum. Á grundvelli lagaskyldu sveitarfélaganna ber þeim að leggja mat á kynja- og jafnréttisáhrif slíkra ákvarðana sem og annarra.
„SEXAN“ er stuttmyndasamkeppni fyrir nemendur í 7. bekk sem ætlað er að fræða ungt fólk um mörk og samþykki, en einnig um tilurð, birtingarmyndir og afleiðingar stafræns ofbeldis.
Tímarnir breytast og mennirnir með og tímarnir eru sannarlega að breytast. Tækniþróun síðustu ára hefur verið mjög hröð og breytingar á því hvernig við höfum samskipti eru miklar og stöðugar. Rafræn samskipti eru æ algengari og unga kynslóðin er fljót að tileinka sér nýjar leiðir til að eiga samskipti. Tækni...