- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Umönnunarbil – tímabilið milli fæðingarorlofs og leikskóla – hefur lengi verið áskorun fyrir fjölskyldur. Ný skýrsla Jafnréttisstofu sýnir að núverandi fyrirkomulag endurspeglar áhrif kynjakerfis á fjölskyldu- og atvinnulíf og getur haft neikvæð áhrif á jafnrétti.
Sveitarfélög bera ríkar skyldur í jafnréttismálum og þurfa að samþætta kynja- og jafnréttissjónarmið í stefnumótun, fjármagnsráðstöfunum og ákvörðunum. Könnun sem framkvæmd var meðal sveitarfélaga í júní 2025 greindi heimgreiðslur, leikskólaumgjörð, dagforeldra og gjaldskrár.
Niðurstöður sýna að án samþættingar jafnréttissjónarmiða í ákvarðanir er hætta á að ómeðvitaðar breytingar festi kynjahlutverk í sessi og auki kynjabil í tekjum og tækifærum.
Helstu niðurstöður skýrslunnar:
Með slíkri framtíðarsýn verður unnt að brúa umönnunarbil, efla jöfnuð og tryggja öllum börnum og foreldrum jöfn tækifæri.