Námsefni

Jafnrétti – Rit um grunnþætti menntunar 

Sjötta heftið í ritröð um grunnþætti menntunar. Í ritinu er fjallað um jafnréttismenntun á öllum skólastigum og hvernig skapa má tækifæri í skólastarfi fyrir alla til að þroskast á eigin forsendum í anda umburðarlyndis og jafnréttis.

 

Jafnréttisbaráttan - kennslu efni fyrir erldri nemendur í grunnskóla

Kennsluefnið er ætlað efri bekkjum grunnskóla 5.-10. bekk. Það samanstendur af sex æfingum og einu hópverkefni og hver æfing stendur sjálfstætt. Gefið út af Kvennréttindafélagi Íslands.

 

Kynungabók : upplýsingar fyrir ungt fólk um jafnrétti kynja

Markmið Kynungabókar eru að:
• Veita raunsæja mynd af stöðu kynjanna í samfélaginu
• Sýna fram á að jafnréttismál varða bæði kynin
• Vekja ungt fólk til umhugsunar um áhrif kynferðis á líf þess
• Fjalla um mismunandi mótun kynjanna út frá menningu, umhverfi og tíma
• Vekja ungt fólk til meðvitundar um réttindi sín

 

Verkefnið Jafnrétti í skólum

Skólaþróunarverkefni ráðuneytis jafnréttismála, Jafnréttisstofu, Reykjavíkurborgar, Hafnarfjarðarkaupstaðar, Akureyrarbæjar, Mosfellsbæjar og Kópavogsbæjar með það að markmiði að auka og efla jafnréttis- og kynjasjónarmið í leikskólum og grunnskólum