Námsefni

STOPP OFBELDI! Fræðsluefni um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni

Menntamálastofnun

Verkfærakista Kennarasambands Íslands

Hér má finna námsefni, vefslóðir og gátlista sem skoða bæði skólann sem fræðslustað og vinnustað.
Skipt á þrjú skólastig og tónmenntaskóla.  

Jafnrétti – Rit um grunnþætti menntunar 

Sjötta heftið í ritröð um grunnþætti menntunar. Í ritinu er fjallað um jafnréttismenntun á öllum skólastigum og hvernig skapa má tækifæri í skólastarfi fyrir alla til að þroskast á eigin forsendum í anda umburðarlyndis og jafnréttis.

Jafnréttisbaráttan - kennsluefni fyrir eldri nemendur í grunnskóla

Kennsluefnið er ætlað efri bekkjum grunnskóla 5.-10. bekk. Það samanstendur af sex æfingum og einu hópverkefni og hver æfing stendur sjálfstætt. Gefið út af Kvenréttindafélagi Íslands.

Námsefni í kynjafræði fyrir nemendur í framhaldsskóla

Námsefni sem ætlað er til kennslu í framhaldsskólum og byggt á Kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna (CEDAW) og Pekingsáttmálanum. Námsefnið var þróað af Kvenréttindafélagi Íslands, Sveriges Kvinnolobby í Svíþjóð og Kvinderådet í Danmörku.

Hvers vegna ekki?! Þáttaröð

Þættir um ungt fólk sem taka á kynjuðum staðalmyndum og mismunun á kómískan hátt. Þættirnir eru afrakstur verkefnis sem Jafnréttisstofa vann í samstarfi við jafnréttisstofnanir í Eistlandi og Litháen um afnám kynjaðra staðalmynda í tengslum við náms- og starfsval. Þáttunum fylgja kennsluleiðbeiningar sem geta nýst kennurum og starfsráðgjöfum við jafnréttisfræðslu.

Allskyns : Hlaðvarp unnið í samstarfi RÚV núll og Jafnréttisstofu. Hér er fjallað um ýmsar hliðar jafnréttismála sem snúa að ungu fólki. 

Kynungabók : upplýsingar fyrir ungt fólk um jafnrétti kynja

Markmið Kynungabókar eru að:
• Veita raunsæja mynd af stöðu kynjanna í samfélaginu
• Sýna fram á að jafnréttismál varða bæði kynin
• Vekja ungt fólk til umhugsunar um áhrif kynferðis á líf þess
• Fjalla um mismunandi mótun kynjanna út frá menningu, umhverfi og tíma
• Vekja ungt fólk til meðvitundar um réttindi sín

Karlmennska og jafnréttisuppeldi bók eftir Ingólf Ásgeir Jóhannesson er nú aðgengileg í rafrænu formi á vefnum Opin vísindi.