Jafnrétti í sveitarfélögum

Sveitarfélög hafa margvíslegar skyldur gagnvart íbúum sínum þegar kemur að jafnréttismálum.

Vegna nálægðar við íbúana og þess þríþætta hlutverks sem þau hafa, sem stjórnvald, vinnuveitandi og þjónustuveitandi eru þau í afar góðri stöðu til þess að uppfylla skyldur sínar.  

Sveitarstjórnir skulu samkvæmt 13. gr. laga nr. 151/2020 um stjórnsýslu jafnréttismála eigi síðar en ári eftir sveitastjórnarkosningar leggja fram til samþykktar áætlun um jafnréttismál til næstu fjögurra ára.

Jafnréttisstofa hefur eftirlit með framkvæmd laganna og veitir sveitarfélögunum stuðning. Sjá stuðningsefni hér fyrir neðan.

Hér má nálgast leiðarvísi og önnur tól til stuðnings við gerð áætlana um jafnréttismál: 

Leiðarvísir

Hugmyndabanki fyrir aðgerðir (lifandi excel skjal)

Skyldur sveitarfélaga samkvæmt lögum

Hér til hliðar má horfa á fræðslumyndband þar sem farið er yfir gerð áætlana um jafnréttismál. Smellt er á myndina.

 

Skólar:

Leiðbeiningar fyrir leik- og grunnskóla