Réttur þinn - Mikilvægar upplýsingar fyrir innflytjendur á Íslandi

Jafnréttisstofa gefur út bæklinginn Réttur þinn en í honum er að finna mikilvægar upplýsingar fyrir innflytjendur á Íslandi. Bæklingurinn er gefinn út á íslensku, ensku, pólsku, spænsku, taílensku, rússneskuarabísku og frönsku.  Í bæklingnum er fjallað um réttindi fólks á Íslandi þegar kemur að nánum samböndum og samskiptum, til dæmis hjónaband, sambúð, skilnað og sambúðarslit, þungun, mæðravernd, þungunarrof, forsjá barna, umgengnisrétt, ofbeldi í nánum samböndum, mansal, vændi, kærur til lögreglu, gjafsókn og dvalarleyfi. Þar má einnig finna vísanir í frekari upplýsingar um aðstoð, svo sem símanúmer, heimilisföng og heimasíður ýmissa stofnana og félagasamtaka.

Bæklingurinn er bæði prentaður og gefinn út rafrænt til þess að auðvelda útbreiðslu og aðgengi. Nú er hægt að nálgast bæklinginn rafrænt hér á síðunni en einnig er hægt að fá send prentuð eintök. Pantið eintök í gegnum netfang Jafnréttisstofu