Forvarnir og fræðsla

Atvinnurekendur og yfirmenn stofnana, félagasamtaka og íþrótta- og æskulýðsfélaga skulu gera sérstaka ráðstafanir til að koma í veg fyrir að starfsfólk, nemar og notendur þjónustu verði fyrir kynbundnu ofbeldi, kynbundinni áreitni eða kynferðislegri áreitni á vinnustað, í stofnun, félagsstarfi eða skólum.

Jafnréttisstofa í samstarfi við ASÍ, BHM, BSRB, KÍ og Jafnréttisráð hefur gefið út bækling um kynbunda og kynferðislega áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Í bæklingnum er farið yfir: 

  • Skilgreiningu kynbundinnar áreitni, kynferðislegrar áreitni og ofbeldis.
  • Dæmi um þá hegðun sem fellur undir þessar skilgreiningar.
  • Skyldur atvinnurekenda vegna slíkrar hegðunar.
  • Úrræði fyrir einstaklinga sem telja sig hafa orðið fyrir slíkri hegðun.

Bæklingin má nálgast hér á nokkrum tungumálum:

Nánari upplýsingar um kynferðislega áreitni á vinnustöðum, forvarnir og viðbrögð má lesa á heimasíðu Vinnueftirlitsins.
Þar er hægt að kynna sér upplýsingar um stefnur og viðbragðsáætlanir vegna eineltis, áreitni og ofbeldis. 
Bæklingur frá Vinnueftirlitinu: Sættum okkur ekki við einelti, áreitni, ofbeldi.

Veggspjald 2019 fyrir vinnustaði til útprentunar.  

Veggspjald fyrir vinnustaði