Ferli innleiðingar

Ferli jafnlaunavottunar
- Jafnréttisáætlun send til samþykktar í gegnum Þjónustugátt Jafnréttisstofu.
- Verkáætlun og stöðumat:
- Gerð verkáætlunar fyrir innleiðinguna.
- Gerð stöðumats:
- Er jafnlaunastefna til staðar og kynnt fyrir starfsfólki?
- Eru allar launaákvarðanir skjalfestar, rökstuddar og rekjanlegar?
- Eru verklagsreglur fyrir launaákvarðanir til?
- Er ábyrgð og hlutverk skilgreint?
- Kynntu þér stöðumatsþættina í tékklista í verkfærakistunni.
- Framkvæmd verkáætlunar:
- Framkvæmd starfaflokkunar.
- Gerð launagreiningar byggða á starfaflokkun.
- Kanna vel hvernig verklagsreglur eru skjalfestar.
- Innri úttekt og forúttekt:
- Kannað hvort fyrirtækið uppfylli kröfur staðalsins.
- Sótt um jafnlaunavottun
- Ef kröfum staðalsins er fullnægt, sækir vinnustaðurinn um vottun með samningi þar um frá faggiltri vottunarstofu.
- Vottunarstofa framkvæmir vottunarúttekt, skv. fyrirliggjandi samningi, á því hvort kröfum jafnlaunastaðalsins ÍST 85 sé fullnægt.
- Vottunarstofa gefur út vottunarskírteini og sendir Jafnréttisstofu afrit með niðurstöðum úttektar.
- Jafnréttisstofa veitir vinnustaðnum leyfi til að nota jafnlaunamerkið og setur viðkomandi fyrirtæki á lista yfir aðila sem hafa uppfyllt lagaskylduna.