Fréttir

Smáraskóli er sigurvegari Sexunnar 2024!

Sexan er stuttmyndakeppni sem haldin er í janúar til febrúar ár hvert þar sem markmiðið er að ungt fólk fræði ungt fólk um birtingarmyndir stafræns ofbeldis og eru viðfangsefnin: samþykki, nektarmyndir, tæling, og slagsmál ungmenna.

Fræðslumyndband um vinnumansal

Nýlega kom út stutt fræðslumyndband um helstu einkenni vinnumansals.

Herferðin Orðin okkar farin í loftið

Jafnréttisstofa hleypir af stokkunum herferðinni Orðin okkar til að hvetja fólk til umhugsunar um áhrifamátt orða sinna.

Sexan stuttmyndakeppni 2024 er hafin!

Opnað hefur verið fyrir innsendingar í Sexuna, stuttmyndakeppni fyrir nemendur í 7. bekk á landsvísu.

Merki fyrir jafnlaunastaðfestingu

Merki jafnlaunastaðfestingar verður nú veitt þeim fyrirtækjum sem hafa öðlast staðfestingu samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020.

Jafnrétti í sveitarstjórnum

Í byggðaáætlun er nú samstarfsverkefni með það markmið að efla sveitarstjórnir og skapa aukna vitund um mikilvægi fjölbreyttra sjónarmiða innan þeirra.

Barna- og fjölskyldustofa birtir ný rafræn námskeið um kynferðisofbeldi gagnvart börnum og ungmennum

Barna- og fjölskyldustofa hefur hannað og framleitt ný rafræn námskeið um kynferðisofbeldi gagnvart börnum sem nú eru aðgengileg á heimasíðu stofnunarinnar. Námskeiðin, sem ætluð öllum þeim sem koma að starfi með börnum upp að 18 ára aldri, eru afrakstur aðgerða í þingsályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun um aðgerðir fyrir árin 2021–2025 (forvarnaráætlun), þar sem megináherslan er lögð á að efla aldursmiðaða kennslu og forvarnir í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum, í samvinnu við heilsugæslu, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar.

Sveitarfélög minnt á lagaskyldu

Allnokkur sveitarfélög eru með í bígerð að breyta útfærslum á dvalartíma barna í leikskólum og gjaldskrám þeim tengdum og því hefur Jafnréttisstofa sent bréf til sveitarfélaganna þar sem þau eru minnt á skylduna til að samþætta kynja- og jafnréttissjónarmið við ákvarðanatöku.

Konur eru 51% þeirra sem sitja í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum Stjórnarráðsins, þriðja árið í röð

Árlega fer Jafnréttisstofa yfir kynjahlutfall í nefndum, stjórnum og ráðum á vegum ráðuneytanna. Helstu niðurstöður eru að hlutfall kynja er næstum jafnt, þriðja árið í röð. Hins vegar fækkar þeim nefndum þar sem kynjahlutfall er rétt við skipun þeirra, var 75% árið 2022 en 80% árið áður.

Jafnréttisstofa vinnur að launajafnrétti með portúgölskum stjórnvöldum

Frá árinu 2019 hefur Jafnréttisstofa í samstarfi við CITE, Jafnréttisnefnd Portúgals (e. The Commission for Equality in Labour and Employment), unnið að þróun stjórnunarstaðals um launajafnrétti og upplýsingakerfi fyrir fyrirtæki og stofnanir um jafnréttismál.