Fréttir

Tímaritshefti um áhrif kyns í PISA-rannsókninni

Nýlega kom út sérstakt hefti af tímaritinu European Educational Research Journal um efnið gender and PISA (kyngervi og PISA) sem Ingólfur Ásgeir Jóhannesson prófessor við Háskólann á Akureyri ritstýrði ásamt Almari M. Halldórssyni og Ragnari F. Ólafssyni sérfræðingum hjá Námsmatsstofnun. Í heftinu eru fjórar greinar sem fjalla um hvernig hægt er að nota PISA-rannsóknina til að aukins skilnings á áhrifum kyns nemenda á nám.

Fréttatilkynning frá Jafnréttisráði

Jafnréttisráð fagnar nýrri aðgerðaáætlun gegn mansali, stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar um kynjaða hagstjórn og tilkomu Jafnréttisvakarinnar í fréttatilkynningu sinni. Einnig minnir ráðið á mikilvægi þess að stjórnvöld haldi vöku sinni og minnir á mikilvægi þess að skipa bæði karla og konur í nefndir og ráð á vegum ríkisins. Ályktunin er hér birt í heild.

Jafnrétti í Háskóla Íslands: Alvörumál eða óþarfa vesen?

Jafnréttismál í Háskóla Íslands verða rædd á málþingi sem ber yfirskriftina „Jafnrétti í Háskóla Íslands: Alvörumál eða óþarfa vesen?“ Málþingið fer fram föstudaginn 3. apríl og hefst kl. 13.

Ráðstefnan "Fögur fyrirheit"

Þann 27. mars verður haldin ráðstefna um kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna undir yfirskriftinni „Fögur fyrirheit: Kvennasáttmáli SÞ 30 ára”. Varpað verður ljósi á ýmsar hliðar sáttmálans, m.a. mismunandi möguleika til að nýta hann betur til að rétta hlut kvenna. Rachael Lorne Johnstone, lektor við Háskólann á Akureyri, ræðir t.d. möguleika þess að nota kvennasáttmálann til að sporna gegn heimilisofbeldi.

Jafnréttistorg í Háskólanum á Akureyri

Arnfríður Aðalsteinsdóttir verkefnisstjóri á Jafnréttisstofu fjallar um jafnréttisfræðslu í skólum. Jafnréttisstofa og Háskólinn á Akureyri standa fyrir fyrirlestrinum sem fer fram á morgun, miðvikudaginn 25. mars kl. 12 í stofu L 201 á Sólborg.

Seltjarnarnesbær veitir jafnréttisviðurkenningar

Jafnréttisnefnd Seltjarnarnesbæjar veitti Lyfjastofnun og leikskólunum Mánabrekku og Sólbrekku jafnréttisviðurkenningar við hátíðlega athöfn á Bókasafni Seltjarnarness fimmtudaginn 19. mars sl. Jafnréttisviðurkenning Seltjarnarness er veitt einu sinni á hverju kjörtímabili til þeirrar stofnunar eða fyrirtækis í bæjarfélaginu sem mest hefur unnið að framgangi jafnréttisáætlunar og/eða sýnt jafnréttismálum sérstakan áhuga í verki.

Fögur fyrirheit: Kvennasáttmáli Sameinuðu þjóðanna í 30 ár

Þann 27. mars verður haldið málþing í tilefni þess að 30 ár eru nú liðin frá því að Kvennasáttmáli Sameinuðu þjóðanna tók gildi. Málþingið ber yfirskriftina Fögur fyrirheit og verður haldið í Gyllta salnum á Hótel Borg kl. 14-16.

Jafnréttisstofa gefur út skýrslu um kynbundið ofbeldi

Jafnréttisstofa hefur gefið út skýrslu um stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu hvað varðar upprætingu ofbeldis gegn konum.

Aðgerðaráætlun gegn mansali

Í nýrri aðgerðaáætlun gegn mansali, sem ríkisstjórn Íslands samþykkti í gær, eru lagðar til aðgerðir sem miða að því að sækja gerendur til saka, auka aðstoð við þolendur og tryggja vernd þeirra. Þá stendur til að breyta almennum hegningarlögum þannig að kaup á vændi verði gert refsivert.

Málstofa um þróunarverkefni í leikskólastarfi

Málstofa verður í Háskólanum á Akureyri - kennaraskor, Þingvallastræti 23 í stofu 14 í dag, miðvikudaginn 18. mars kl. 16:15 - 17:00. Þar kynnir Maríanna G. Einarsdóttir leikskólastjóri þróunarverkefnið "Getur strákur verið Rauðhetta?" sem er kynjajafnréttisverkefni leikskólans Smárahvamms í Kópavogi. Leikskólinn er einn af tíu leik- og grunnskólum sem taka þátt í verkefninu "Jafnrétti í skólum, það læra börnin sem fyrir þeim er haft".