Fréttir

Jafnlaunastaðfesting eða jafnlaunavottun?

Fyrirtækjum og stofnunum með 25 – 49 starfsmenn eru boðnir tveir valkostir til þess að fá staðfestingu á því að jafnlaunakerfi þeirra og framkvæmd þess uppfylli kröfur 2. mgr. 8. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, nr. 150/2020.

Áhrif á jafnrétti í fyrsta skipti hluti af ákvarðanatöku

Við undirbúning fjárlagafrumvarpsins skiluðu ráðuneyti í fyrsta skipti jafnréttismati með fjárlagatillögum sínum. Áhrif á jafnrétti eru þannig orðin hluti af ákvarðanatöku við fjárlagagerð.

Konur gára vatnið - fjarnámskeið heppnuðust vel

Konur hafa að jafnaði lægri laun en karlar og leið þeirra upp metorðastigann á vinnumarkaði er oft erfiðari en karla. Auk þess geta aðrir þættir, svo sem það að hafa verið utan vinnumarkaðar um tíma, að búa við fötlun eða búa í dreifðari byggðum, haft neikvæð áhrif á möguleika kvenna á vinnumarkaði.

Fjölbreytileiki styrkir íslenskt atvinnulíf

Aukinn fjölbreytileiki styrkir vinnustaði og eykur samkeppnishæfni þeirra. Ávinningur vinnustaða af fjölbreytileika er mikill því með fjölbreyttum mannauði eru vinnustaðir betur í stakk búnir að takast á við fjölbreyttar áskoranir til dæmis í rekstri, framleiðslu og þjónustu.

Jafnréttisstofa hlaut styrk fyrir verkefni um mikilvægi fjölbreytileika á vinnumarkaði

Jafnréttisstofa hlaut á dögunum 60.000€ styrk úr Erasmus+ á sviði mennta- æskulýðs- og íþróttamála í flokki samstarfsverkefna. Verkefnið sem er styrkt er unnið í samstarfi við Inova Aspire í Hollandi og kallast “Diversity Inside Out - Voices from Inside Organisations Foster Change“.