Fréttir

Áfangaskýrslur ráðuneytanna í kynjaðri hagstjórn

Undanfarið ár hafa ráðuneyti og stofnanir unnið að meginmálaflokkum með aðferðum kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar og eru áfangaskýrslur í meginmálaflokkum ráðuneytanna nú komnar út. Meginmálaflokkarnir komu í kjölfarið á tilraunaverkefnum sem unnin voru á árunum 2010-2011 en þau voru fyrsta skrefið í að þróa tæki og aðferðir fyrir Ísland ásamt því að byggja upp þekkingu og efla vitund um mikilvægi kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar.