Fréttir

Ráðstefna um fjölbreytileika í stjórnun fyrirtækja

Þann 19. september 2008 stendur Háskólinn á Bifröst  fyrir ráðstefnu um fjölbreytileika í stjórnum og æðstu stjórnunarstöðum fyrirtækja. Meðal fyrirlesara verður Eleanor Tabi Haller-Jorden, framkvæmdastjóri Catalyst í Evrópu, en Catalyst er leiðandi fyrirtæki í rannsóknum á sviði jafnréttis og viðskipta. Þá mun Marit Hoel, framkvæmdastjóri Centre for Corporate Diversity í Noregi og Nordic 500 könnunarinnar segja frá reynslu Norðmanna af kynjakvóta í stjórnum.  Aðrir fyrirlesarar koma úr röðum háskólafólks og úr viðskiptalífinu.

Þróunarverkefninu Jafnrétti í skólum ýtt úr vör

Í dag, fimmtudaginn 22. maí 2008, undirrituðu Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, Ólafur F. Magnússon borgarstjóri, Kristín Ástgeirsdóttir jafnréttisstýra, Lúðvík Geirsson bæjarstjóri, Árni Þór Hilmarsson, framkvæmdastjóri fræðslusviðs Kópavogsbæjar, Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar Akureyrarbæjar og Jóhanna B. Magnúsdóttir, formaður fjölskyldunefndar í Mosfellsbæ, samstarfssamning um þróunarverkefnið Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum.  Undirritunin fór fram í leikskólanum Hörðuvöllum í Hafnarfirði í kjölfar fyrsta vinnufundar verkefnisins sem er hrint úr vör í tengslum við Dag barnsins sunnudaginn 25. maí næstkomandi.

Efling kvenna í Miðausturlöndum og Norður-Afríku - Fyrirlestur

Mánudaginn 26. maí kl. 12 í stofu 101 í Lögbergi, Háskóla Íslands verður haldinn fyrirlestur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og Landsnefndar UNIFEM á Íslandi, um eflingu kvenna í Miðausturlöndum og Norður-Afríku.

Ráðstefna um karla og karlmennskur

Dagana 28. til 30. janúar 2009 verður haldin norræn ráðstefna í Roskilde um karla og karlmennskur undir yfirskriftinni "Changing Men and Masculinities in Gender Equal Societies?".

Nýtt Jafnréttisráð og ný kærunefnd jafnréttismála

Félags- og tryggingamálaráðherra hefur skipað nýtt Jafnréttisráð og nýja kærunefnd jafnréttismála í samræmi við ný lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, sem tóku gildi 6. mars síðastliðinn. 

Konur og réttlæti - Tengslanet ráðstefna

Tengslanet IV - Völd til kvenna verður haldin í Háskólanum á Bifröst dagana 29. og 30. maí 2008. Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni er Konur og réttlæti og á meðal fyrirlesara verða Judith Resnik prófessor við lagadeild Yale og Maud de Boer-Buquicchio annar framkvæmdastjóri Evrópuráðsins. Fjöldi áhugaverðra kvenna af ýmsum sviðum samfélagsins verður með framsögur í tengslum við megin þemað. Stjórnandi og skipuleggjandi Tengslanetsins frá upphafi er dr. Herdís Þorgeirsdóttir prófessor.

Reynsla feðra af fæðingarorlofi og launamunur kynjanna

Auður Arna Arnardóttir, lektor í viðskiptadeild HR og Margrét Jónsdóttir, forstöðumaður á Alþjóðasviði við HR halda í dag erindi á vegum Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum, kl. 12:00 í Odda, stofu 101. Í erindinu greina þær frá niðurstöðum tveggja rannsókna sem styrktar voru úr Jafnréttissjóði.