Fréttir

Alþingiskosningar 2013

Jafnréttisstofa hefur tekið saman hlutföll kynjanna á framboðslistum í kjördæmum og á landsvísu fyrir komandi alþingiskosningar. Samantektin hefur einnig að geyma hlutföll kvenna í fjórum efstu sætum framboðslistanna. Samantekt Jafnréttisstofu.

Starfshópur um karla og jafnrétti skilar skýrslu til velferðarráðherra

Starfshópur um karla og jafnrétti, sem skipaður var af velferðarráðherra til að fjalla um hlut karla í jafnréttismálum, hefur skilað skýrslu til ráðherra með fimmtán tillögum að sérstökum aðgerðum, rannsóknum og verkefnum. Starfshópurinn var skipaður í janúar 2011 sem liður í áætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum fyrir árin 2011–2014. Verkefni starfshópsins fólst í að gera tillögur um hvernig auka megi þátttöku karla í umræðu um jafnréttismál og auka aðild karla að jafnréttisstarfi, fjalla um kynskipt náms- og starfsval, áhrif staðalmynda á stöðu karla í íslensku samfélagi, þátttöku karla í verkefnum fjölskyldunnar og tengslin milli heilsu, lífsgæða og kynjasjónarmiða.

Klám og ofbeldi - Hvernig kemur það körlum við?

Tryggvi Hallgrímsson, félagsfræðingur og sérfræðingur á Jafnréttisstofu mun flytja erindi á lögfræðitorgi í HA í dag kl. 12. Tryggvi mun fjalla um niðurstöður starfshóps um karla og jafnrétti. Lögfræðitorgið  fer fram í stofu M102 í Háskólanum á Akureyri

Fyrstu niðurstöður rannsóknar á meðferð nauðgunarmála

Í fréttatilkynningu á heimasíðu innanríkisráðuneytis kemur fram að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur tekið við skýrslu um niðurstöður fyrsta áfanga á rannsókn um meðferð nauðgunarmála í réttarkerfinu sem ráðuneytið hafði frumkvæði að og unnin er í samvinnu við EDDU – öndvegissetur við Háskóla Íslands. Nær hún til nauðgunarmála sem tilkynnt voru lögregluembættum landsins árin 2008 og 2009.

Opinn fundur um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs

Karlar upplifa árekstra þegar vinnan rekst á við fjölskylduna en konur þegar fjölskyldan rekst á við vinnuna. Þetta er eitt af því sem fram kom á opnum fundi um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs sem haldinn var á Akureyri föstudaginn 12. apríl sl.

Opinn fundur um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs

Föstudaginn 12. apríl boðar vinnuhópur um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs til opins fundar í nafni Velferðarráðuneytisins, Jafnréttisráðs og Jafnréttisstofu. Fundurinn verður haldinn á Hótel KEA á Akureyri og stendur frá klukkan 13:00 - 16:00. Á fundinum verður meðal annars fjallað um það hvernig fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög geta unnið með samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs og stuðlað að fjölskylduvænni vinnustað og eða samfélagi.

Sögusýning í tilefni 10 ára afmælis Femínistafélags Íslands

Femínistafélag Íslands fagnar 10 ára afmæli sínu um þessar mundir og að því tilefni verður opnuð sögusýning um starf félagsins í Þjóðarbókhlöðunni í dag, 5. apríl kl. 16. Veitingar verða í boði og eru öll velkomin.

Úthlutun styrkja til atvinnumála kvenna

Velferðarráðherra úthlutaði í gær styrkjum til atvinnumála kvenna í samræmi við tillögu ráðgjafarnefndar. Alls bárust 245 umsóknir umsóknir um styrki til fjölbreyttra verkefna hvaðanæva af landinu. Ákveðið var að veita styrki til 29 verkefna og hlutu fjögur þeirra hámarksstyrk, þ.e. þrjár milljónir króna.

Forvarnir eru besta leiðin

Samtökin Blátt áfram og Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd (RBF) í samstarfi við Jafnréttisstofu standa fyrir ráðstefnu um forvarnir gegn kynferðisofbeldi dagana 23.-24. apríl í stofu 101 Odda í Háskóla Íslands. Aðalfyrirlesari er Celia Brackenridge OBE en hún er prófessor í íþróttum og menntun við Brunel Háskóla í London og frumkvöðull á sviði rannsókna á kynferðilslegu ofbeldi gegn börnum í íþróttastarfi. Hljómsveitin Skálmöld er sérstakur stuðningsaðili ráðstefnunnar.