Fréttir

Fjölmenni í ljósagöngu gegn kynbundu ofbeldi

Mikið var um að vera á Akureyri í gær við upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Fjölmenni var í ljósagöngu sem gengin var frá Akureyrarkirkju niður að Ráðhústorgi þar sem göngufólk myndaði friðarhring. Að lokum var boðið í bíó á kvikmyndina Girl rising. Í myndinni er skyggnst inn í líf níu stúlkna sem eiga það sameiginlegt að búa við ofbeldi og fátækt. Myndin sýnir hvernig menntun getur rofið vítahring ofbeldis og fátæktar.

16 daga átak: Alþjóðlegur baráttudagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi

Í dag 25. nóvember er alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi og vill Jafnréttisstofa því minna sérstaklega á nokkra viðburði 16 daga átaksins í dag. Gengin verður ljósaganga frá Akureyrarkirkju, myndaður ljósaspírall á Klambratúni og Stígamót standa fyrir stuttmyndasýningu í nýju húsnæði samtakanna.

Zero Tolerance

The seminar Zero Tolerence, was held on the 25th of September, as part of the programme for the Icelandic Presidency of the Nordic Council of Ministers in 2014.  The seminar focused on the Istanbul Convention (on preventing and combating violence against women and domestic violence) and obligations it imposes on countries committed to fighting domestic violence. Various projects and analysis were discussed in order to give insight into successful implementation of efforts to prevent domestic violence. The event was jointly organised by The Ministry of Welfare in Iceland, The Ministry of the Interior in Iceland, The Centre for Gender Equality, Iceland, in cooperation with the Nordic Council of Ministers. Combating gender-based violence has been one of the main priorities of the Nordic Council of Ministers in Nordic co-operation on gender equality issues.  See Programme (pdf) ---

Dagskrá 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi á Akureyri

16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi er alþjóðlegt átak sem rekja má allt aftur til ársins 1991. Dagsetning átaksins var valin til að tengja saman á táknrænan hátt kynbundið ofbeldi og mannréttindi. Átakið hefst 25. nóvember á alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gegn konum og því lýkur 10. desember á hinum alþjóðlega mannréttindadegi. Markmið átaksins er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis.

Jafnréttismál verða til umræðu í fyrirlestri Akureyrarakademíunnar

Á morgun fimmtudag, þann 20. nóvember, munu þær Auður Magndís Auðardóttir og Dr. Íris Ellenberger flytja erindi í fyrirlestraröð Akureyrarakademíunnar. Erindið nefna þær „Kynjajafnrétti fyrst. Reddast þá hitt? Um jafnréttisbaráttu í margbreytilegu samfélagi”. Fyrirlesturinn hefst klukkan 17:00 og er haldinn í Deiglunni, húsnæði Listasafnsins á Akureyri.

Einelti í allri sinni mynd

Jafnréttisstofa, Háskólinn á Akureyri og Símenntun HA boða til málþings um einelti í allri sinni mynd  sem haldið verður í Háskólanum á Akureyri þann 21. nóvember nk.. Málþingið er öllum opið og er kjörinn vettvangur fyrir fagstéttir og alla þá sem vilja leggja sitt að mörkum til að vinna gegn og uppræta einelti í íslensku samfélagi.  Málþingið fer fram kl. 12:30-16:30 í Sólborg, stofu N101. Skráning fer fram á síðunni: simenntunha.is   Þátttökugjald er  3.000 kr. sem greiðist við komu.

Bætt verklag getur skilað árangri í baráttu gegn heimilisofbeldi

Í erindi sem Alda Hrönn Jóhannsdóttir, settur aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hélt á jafnréttistorgi í Háskólanum á Akureyri kom fram að nauðsynlegt er að uppfæra löggjöf hér á landi þannig að hún nái betur utan um heimilisofbeldi, en Íslendingar standa ekki jafnfætis nágrannalöndunum hvað það varðar. Í íslenskri löggjöf er ekki að finna skilgreiningu á heimilisofbeldi þó að ýmis lagaákvæði, bæði í almennum hegningarlögum nr. 19/1940 og öðrum lögum taki til einstakra þátta heimilisofbeldis og geri þá refsiverða.   Erindið bar yfirskriftina „Heimilisofbeldi sem samfélagsmein – kynning á verklagi og hugmyndafræði á Suðurnesjum“, og var haldið síðastliðinn miðvikudag í samstarfi Jafnréttisstofu og hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri.

„Heimilisofbeldi sem samfélagsmein“

Miðvikudaginn 5. nóvember kl. 12.00-13.00 flytur Alda Hrönn Jóhannsdóttir, settur aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, erindið „Heimilisofbeldi sem samfélagsmein – kynning á verklagi og hugmyndafræði á Suðurnesjum“. Félagsvísindatorgið er haldið í stofu M102 í Háskólanum á Akureyri.