Fréttir

Hraustir menn. Sköpun kyngervis og sjálfsmyndar í íslensku friðargæslunni

RIKK Rannsóknastofa kvenna- og kynjafræðum býður upp á hádegisfyrirlestur í Öskju fimmtudaginn 26. apríl. Þar mun Helga Þórey Björnsdóttir, doktor í mannfræði flytja erindið „Hraustir menn. Sköpun kyngervis og sjálfsmyndar í íslensku friðargæslunni”

Konur, kynjajafnrétti og efnahagskreppan

Alþjóðleg ráðstefna um konur, kynjajafnrétti og kreppuna fer fram við Háskóla Íslands 21. og 22. apríl nk. Ráðstefnan verður haldin í stofu 105 og 101 á Háskólatorgi og fer fram á ensku. 

Aflið, samtök gegn kynferðis og heimilisofbeldi á Norðurlandi 10 ára

Í tilefni af afmælinu verður boðið upp á málþingið Segðu frá! föstudaginn 13. apríl. Málþingið verður haldið í Hafnarvitanum sem er staðsettur við Eimskip á Akureyri kl. 16.00 og þar koma fram Sigrún Sigurðardóttir frá Rannsóknarmiðstöð gegn ofbeldi, Guðrún Ebba Ólafsdóttir frá Drekaslóð, Thelma Ásdísardóttir frá Drekaslóð, Sigríður Björnsdóttir frá Blátt Áfram, Anna María Hjálmarsdóttir frá Aflinu, og Jóhanna G Birnudóttir frá Aflinu.  Fundarstjórn verður í höndum Ívars Helgasonar.