Fréttir

Slæmar heimtur hjá sveitarfélögunum

Rúmlega 75% sveitarfélaga hafa ekki sett sér fullgildar jafnréttisáætlanir og uppfylla því ekki að fullu kröfur laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Samkvæmt lögunum skulu jafnréttisáætlanir lagðar fram til samþykktar í viðkomandi sveitarstjórn eigi síðar en ári eftir sveitarstjórnarkosningar. Flest þeirra sveitarfélaga sem ekki hafa fullgilda jafnréttisáætlun eiga að ljúka jafnlaunavottun á þessu ári.

Allsherjar- og menntamálanefnd í heimsókn

Starfsfólk Jafnréttisstofu átti góðan fund í morgun með nefndarfólki úr allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sem heimsótti Jafnréttisstofu og kynnti sér starfsemi stofunnar

Vel heppnaður landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga

Jafnréttisstofa stóð í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Garðabæ fyrir landsfundi um jafnréttismál sveitarfélaga dagana 4.-5. september sl. Um er að ræða árlegan viðburð þar sem ræddar eru ýmsar hliðar á því hlutverki sem sveitarfélögin gegna út frá jafnréttissjónarmiði og m.t.t. þeirra lagaskyldna sem að því lúta.

Jafnréttisráð óskar eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar

Jafnréttisráð óskar eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Jafnréttisráðs fyrir árið 2019. Viðurkenningu geta hlotið einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög, hópar eða félagasamtök, sem á einn eða annan hátt hafa skarað fram úr eða markað spor á sviði jafnréttismála í víðri merkingu.