Fréttir

Hádegisstund í safnaðarheimili Glerárkirkju

Í tilefni af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi verður boðið upp hádegisstund með Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur og Sigrúnu Sigurðardóttur í safnaðarheimili Glerárkirkju föstudaginn 2. desember frá kl. 12-13:30. Sigrún mun kynna rannsókn sína á kynferðislegu ofbeldi gegn börnum og helstu afleiðingar þess og Guðrún Ebba mun lesa valin kafla úr bók sinni Ekki líta undan.  Boðið verður upp á fyrirspurnir og í lok stundarinnar mun Sr. Hildur Eir Bolladóttir flytja hugvekju.

Málþing um skýrslu starfshóps um námsárangur drengja

Rannsóknarstofa um jafnrétti, kyngervi og menntun (RannKyn) við Menntavísindasvið Háskóla Íslands boðar til málþings um Skýrslu starfshóps um námsárangur drengja. Málþingið verður 9. desember 2011, kl. 14-16 í stofu H-201 Stakkahlíð, Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Málþingið er einkum ætlað áhugasömum kennurum í leik-, grunn- og framhaldsskólum og kennurum Menntavísindasviðs, en er öllum opið.

Kvikmyndasýningar í 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi

Í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi verður boðið upp á sýningar á myndinni „Pray the devel back to hell“. Fyrri sýning myndarinnar fer fram í Sambíóinu á Akureyri miðvikudaginn 30. nóvember kl.18 en síðari sýningin verður í BíóParadís í Reykjavík fimmtudaginn 8.desember kl. 20. Um er að ræða heimildamynd um baráttu kvenna fyrir friði í Líberíu en þar ríkti blóði drifin borgarastyrjöld í rúm tuttugu ár.  Myndin hefur hlotið einróma lof og fjölda viðurkenninga. Það þarf hugrekki og sterkan vilja til að hafa áhrif á samfélag þar sem ofbeldismenning hefur verið ríkjandi eins lengi og í Liberíu.  Tvær þeirra kvenna sem leiddu aðgerðirnar í Líberíu hlutu friðarverðlaun Nóbels 2011, þær Ellen Johnson Sirleaf og  Leymah Gbowee  fyrir baráttu þeirra fyrir öryggi kvenna og réttindum þeirra til að taka þátt í friðarviðræðum.

Vel heppnuð ráðstefna

Jafnréttisstofa hélt vel heppnaða ráðstefnu um kynjasamþættingu í opinberri stjórnsýslu í síðustu viku. Nú hefur stofan tekið saman erindin og eru glærurnar aðgengilegar hér á heimasíðunni. 

Árlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi

Á morgun 25. nóvember hefst alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi hérlendis með Ljósagöngum og morgunverðarfundi UN Women, fundi og verðlaunaafhendingu Stígamóta og dagskrá í Menntaskólanum á Akureyri Sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi er nú haldið í áttunda sinn á Íslandi en megið markmið þess er að draga kynbundið ofbeldi fram í dagsljósið sem mannréttindabrot. Hópar og samtök um allan heim hafa nýtt átakið til að vekja athygli á afleiðingum kynbundins ofbeldis og krefjast aðstoðar og stuðnings fyrir brotaþola.

Fléttum saman þræðina-Kyn og opinber stjórnsýsla

Nú liggur dagskrá ráðstefnu Jafnréttisstofu um kynjasamþættingu fyrir en hún fer fram þriðjudaginn 22. nóvember á Nordica Hótel Hilton frá kl. 13-16.  Á ráðstefnunni verður farið um víðan völl í þeim fimm erindum sem verða flutt en öll eiga þau það sameiginlegt að fjalla um kynjasamþættingu í opinberri stjórnsýslu. Aðalfyrirlesarinn Reetta Siukola fjallar um reynslu Finna af innleiðingu aðferðarinnar þar í landi.

Fléttum saman þræðina-Kyn og opinber stjórnsýsla

Þann 22. nóvember býður Jafnréttisstofa til ráðstefnu um kynjasamþættingu undir yfirskriftinni Fléttum saman þræðina-Kyn og opinber stjórnsýsla. Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar verður Reetta Siukola sem er einn helsti sérfræðingur Finnlands í innleiðingu kynjasamþættingar. Hún mun fjalla um reynslu Finna af því að taka upp kynjasamþættingu í erindi sínu Gender mainstreaming in Finland - Good practices, experiences and lessons learned.

Hver er hinn íslenski stjórnarmaður?

Síðastliðið sumar framkvæmdi KPMG könnun meðal íslenskra stjórnarmanna til að kanna bakgrunn þeirra og störf stjórna. KPMG hefur nú birt skýrslu um niðurstöður könnunarinnar og voru þær kynntar á morgunverðarfundi KPMG og og Viðskiptaráðs Íslands í morgunn. Könnunin náði til 280 stjórnamanna hjá fjármálafyrirtækjum, vátryggingafélögum, lífeyrissjóðum og framleiðslu- og þjónustufyrirtækjum sem eru á lista Frjálsrar verslunar yfir 300 stærstu fyrirtækin á Íslandi á árinu 2010.