Fréttir

Víðari sýn og fjölbreytileikinn fangaður

Jafnréttisstofa hefur uppfært leiðbeiningar til fyrirtækja og stofnana um gerð jafnréttisáætlana. Nýjum áherslum í leiðbeiningunum er ætlað að tryggja víðari sýn á jafnrétti þar sem fjölbreytni íslensks vinnumarkaðar er spegluð.

Mælaborð yfir jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfestingu

Jafnréttisstofa hefur birt lifandi mælaborð yfir stöðu á jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfestingu. Þar má sjá hversu mörg fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög hafa öðlast jafnlaunavottun eða -staðfestingu og hversu mörg eru án jafnlaunakerfis, af þeim sem lagaskyldan nær til.

Yfirlit yfir kynjahlutfall í nefndum og ráðum á vegum ríkisins

Jafnréttisstofa hefur tekið saman myndrænt tölfræðiyfirlit yfir kynjahlutfall í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum ríkisins fyrir árin 2022-2024. Upplýsingaöflun Jafnréttisstofu byggir á 28. gr. laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Tölfræðin er byggð á greinargerðum frá jafnréttisfulltrúum ráðuneytanna og hefur frá því að lög nr. 10/2008 (eldri jafnréttislög) voru sett verið birt í árlegum skýrslum en er nú tekin saman í eitt heildstætt yfirlit.