- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Jafnréttisstofa hefur birt lifandi mælaborð yfir stöðu á jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfestingu. Þar má sjá hversu mörg fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög hafa öðlast jafnlaunavottun eða -staðfestingu og hversu mörg eru án jafnlaunakerfis, af þeim sem lagaskyldan nær til.
Jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfesting tryggja grunn að jafnlaunakerfi sem felur í sér að launakerfi og framkvæmd þess mismuni ekki í launum á grundvelli kyns.
Fyrirtæki þar sem 25-49 starfa að jafnaði á ársgrundvelli getur valið um að öðlast jafnlaunastaðfestingu eða jafnlaunavottun. Það á aðeins við um fyrirtæki, ekki ríkisaðila né sveitarfélög.
Jafnlaunastaðfesting er staðfesting Jafnréttisstofu á því að lögð hafi verið fram gögn sem sýna fram á það, með fullnægjandi hætti, að launakerfi fyrirtækis og framkvæmd þess mismuni ekki í launum á grundvelli kyns.
Fyrirtæki eða stofnun þar sem 50 eða fleiri starfa að jafnaði á ársgrundvelli skulu innleiða jafnlaunastaðalinn ÍST 85 sem er grundvöllur jafnlaunavottunar sem fæst að undangenginni úttekt vottunaraðila.
Mælaborðið verður uppfært reglulega.