Samantekt frá afmælisráðstefnu Jafnréttisstofu
Þann 15. september 2025 hélt Jafnréttisstofa upp á 25 ára afmæli sitt með ráðstefnu. Meginþemað var kynbundið ofbeldi, með pallborði þar sem áhersla var lögð á stafrænt kynbundið ofbeldi. Þátttakendur á ráðstefnunni voru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra og ráðherra jafnréttismála, dr. Rannveig Sigurvinsdóttir, dósent við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík, Drífa Snædal, talskona Stígamóta, París Anna Bergmann, menntaskólanemi og aktívisti og Jón Ingvi Ingimundarson, verkefnastjóri hjá Jafnréttisstofu. Hjalti Ómar Ágústsson, sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu, stýrði pallborði og Martha Lilja Olsen, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, hélt opnunarávarp.
23.09.2025