Fréttir

Ljósaganga á Akureyri

Mánudaginn 25. nóvember kl. 17:00, fer fram ljósaganga í tilefni upphafs 16 daga átaks gegn kynbundu ofbeldi.

Nýtt námskeið í fjarnámi: Jafnréttisáætlanir sveitarfélaga með áherslu á kynjasamþættingu

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Rannsóknarsetur um sveitarstjórnarmál standa fyrir námskeiði um gerð jafnréttisáætlana sveitarfélaga í samstarfi við og stuðningi frá Jafnréttisstofu.

Jafnrétti innflytjenda á atvinnumarkaði

Lögmannsstofan Aðalsteinsson & Partners birti nýlega skýrslu um rannsókn á atvinnumöguleikum innflytjenda á Íslandi hjá hinu opinbera. Sjónum var sérstaklega beint að langskólagengnu fólki.

Heimsókn frá forsætisráðuneytinu

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu jafnréttismála, og Bergþóra Benediktsdóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra, heimsóttu Jafnréttisstofu í morgun og áttu góðan fund með starfsfólki stofnunarinnar.

Hópur erlendra kvenna heimsækir Jafnréttisstofu

Hópur kvenna frá Bandaríkjunum heimsótti Jafnréttisstofu nýlega en þær voru hér á ferð á vegum Girlfriend Circle sem er samfélag kvenna sem vilja halda á lofti vinskap og efla vináttu. Fyrir utan hefðbundna ferðamannaskoðun, þá er áherslan ávallt á konur og það sem þær hafast við í hverju landi á hverjum tíma, og að læra um reynslu þeirra og áskoranir.

Jafnréttisáætlanir leikskóla

Innköllun jafnréttisáætlana frá leikskólum hófst í apríl 2019 og lauk um miðjan október. Innköllunin náði til 244 skóla og skiluðu 174 eða 71% fullgildum jafnréttisáætlunum eða gögnum til Jafnréttisstofu. Þetta eru heldur slakari heimtur en fyrir fjórum árum þegar um 80% skólanna skiluðu umbeðnum gögnum.