Heimsókn frá forsætisráðuneytinu

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu jafnréttismála, og Bergþóra Benediktsdóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra, heimsóttu Jafnréttisstofu í morgun og áttu góðan fund með starfsfólki stofnunarinnar. Um síðustu áramót voru jafnréttismál flutt undir forsætisráðuneytið og því heyrir Jafnréttisstofa nú undir það ráðuneyti.

Á fundinum í morgun var rætt um ýmis jafnréttismál og verkefni sem heyra undir Jafnréttisstofu svo sem jafnlaunavottun, jafnréttisáætlanir, forvarnir gegn ofbeldi o.fl.