Fréttir

Opið fjarnámskeið fyrir starfsfólk sveitarfélaga

Í haust bauð Jafnréttisstofa sveitarfélögum upp á fjarnámskeið um jafnréttislöggjöfina og aðferðafræði kynjasamþættingar sem sveitarfélögum er ætlað að nota við stefnumótun og ákvarðanatöku í tengslum við þjónustu við borgarana. Námskeiðið var vel sótt og nú býður Jafnréttisstofa starfsfólki sveitarfélaganna frítt aðgengi að nokkrum fyrirlestrum í rúma viku.

Þú átt VON - vitundarvakning um heimilisofbeldi

Þú átt VON er afrakstur vitundarvakningarverkefnis um heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum. Þar er bent á fjölbreyttan stuðning og aðstoð sem er í boði og þolendur hvattir til að hringja í 112 til að leita sér hjálpar og finna það úrræði sem hentar best.

Sjónvarpsþáttaröðin HVERS VEGNA EKKI?!

Sjónvarpsþáttaröðin HVERS VEGNA EKKI?! - frábærir framhaldsþættir sem slegið hafa í gegn víða í Evrópu og hafa hlotið fjölda viðurkenninga. Hvers vegna ekki?! fjallar um ævintýralegt ferðalag Önnu Sooväli frá því að vera bekkjarlúðinn í að verða hin ofursvala rappstjarna NoJik. Auk þess fáum við að fylgjast með fjölskyldu- og félagslífi Önnu, sem er vægast sagt viðburðaríkt. Hver þáttur er u.þ.b. 28 mínútur og þættirnir eru 10 talsins og eru textaðir á íslensku.

Jafnréttisstofa býður upp á fjarnámskeið

Jafnréttisstofa í samstarfi við Símenntun Háskólans á Akureyri býður nú upp á námskeið um ýmsa fleti jafnréttisstarfs í fjarnámi.