Fréttir

Jólafrí Jafnréttisstofu

Jafnréttisstofa verður lokuð frá hádegi á Þorláksmessu, þriðjudaginn 23. desember 2008. Stofan verður opnuð aftur að morgni mánudagsins 5. janúar 2009. Starfsfólk Jafnréttisstofu óskar öllum landsmönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Ábendingar frá Jafnréttisstofu

Jafnréttisstofa telur rétt að minna ráðamenn, atvinnurekendur og alla aðra á ýmis atriði sem varða jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Þrátt fyrir erfitt ástand í íslensku samfélagi þá má engan afslátt gefa af jafnrétti kynjanna. Í þeirri endurskipulagningu og uppbyggingu sem verður í kjölfar hruns á fjármálamarkaði felast tækifæri til þess að gera enn betur í jafnréttismálum. Forsenda slíkrar framþróunar er vitneskja um réttindi og skyldur og því vill Jafnréttisstofa benda á eftirfarandi:

Skráning í trúfélög og jafnrétti kynjanna

Katrín Jakobsdóttir, þingmaður, hefur lagt fram á Alþingi fyrirspurn til dóms- og kirkjumálaráðherra um það hvort ástæða sé til að breyta lögum þannig að foreldrar eða forsjáraðilar taki sameiginlega ákvörðun um skráningu barns í trúfélag, í samræmi við nýlegt álit lögfræðings Jafnréttisstofu. Núgildandi löggjöf gerir ráð fyrir sjálfkrafa skráningu barns í trúfélag móður við fæðingu.

Jafnréttisþing boðað 16. janúar

Í samræmi við nýsamþykkt lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla boða félags- og tryggingamálaráðuneytið og Jafnréttisráð til jafnréttisþings 16. janúar næstkomandi að Hótel Nordica frá klukkan 9 til 17.

Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra braut jafnréttislög

Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Vesturlandi hafi brotið gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna, þegar karlmaður var ráðinn í starf forstöðumanns Fjöliðjunnar á Akranesi á síðasta ári. Þetta er í fyrsta sinn á þessu ári sem kærunefnd álítur að jafnréttislög hafi verið brotin, og jafnframt fyrsta málið varðandi stöðuveitingu sem hefur unnist fyrir kærunefndinni frá árinu 2006.

Hátíðardagskrá í Ketilhúsi

Fjölmennt var á hátíðarsamkomu í Ketilhúsi í gær í tilefni 60 afmælis mannrétteindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna.

Samstaða á Ráðhústorgi

Í tilefni af alþjóðlegu 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi var efnt til útifundar á Ráðhústorgi síðastliðinn föstudag5. desember

Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna 60 ára

Jafnréttisstofa, Akureyrarbær og Háskólinn á Akureyri standa fyrir hátíðardagskrá miðvikudaginn 10. desember í tilefni af 60 ára afmæli mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna.  Yfirlýsingin lagði grunninn að hinu alþjóðlega mannréttindakerfi nútímans og á henni byggja helstu mannréttindasamningar og stjórnarskrárákvæði ríkja víða um heim.

Útifundur gegn kynbundnu ofbeldi

Í tilefni af alþjóðlegu 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi verður efnt til útifundar á Ráðhústorgi föstudaginn 5. desember kl. 17.00.

Jafnlaunastefna á almennum vinnumarkaði

Starfshópur um framkvæmd jafnlaunastefnu á almennum vinnumarkaði, svokallaður jafnlaunahópur, sem Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, skipaði í október 2007 undir forystu Jóns Sigurðssonar hefur skilað ráðherra skýrslu um verkefnið með ábendingum um þrjár leiðir til að vinna að launajafnrétti kynja.