Fréttir

Líf án ofbeldis er allra réttur

Þriðjudaginn 25. nóvember stendur UNIFEM á Íslandi fyrir árlegum morgunverðarfundi sínum á Hótel Holti kl. 8:15 – 9:30. Heiðursgestur fundarins verður Gro Lindstad yfirmaður UNIFEM á sviði samstarfs við ríkisstjórnir og þjóðþing. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra ávarpar einnig fundinn og nýútkomið tímarit UNIFEM verður kynnt.

Rannsókn á launamun kynjanna hefur hækkað laun þúsunda starfsmanna í Svíþjóð

Rannsóknin á launamun kynjanna í Svíþjóð hefur leitt í ljós að fjórir af fimm atvinnurekendum uppfylltu ekki lög um jöfn laun. Í kjölfar verkefnisins hafa nú 5200 launþegar fengið laun sín hækkuð í samræmi við lög. Verkefnið nefnist Miljongranskningen og er stærsta verkefni sem umboðsmaður jafnréttismála þar í landi hefur staðið fyrir.

Bókmenntadagskrá á Amtsbókasafninu

Í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi stóð Jafnréttisstofa fyrir bókmenntadagskrá á Amtsbókasafninu á Akureyri síðastliðinn fimmtudag.

Kynbundinn launamunur mælist nú 16,3%

Ný rannsókn Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands á launum karla og kvenna sýnir að kynbundinn launamunur á heildarlaunum mælist nú 16,3% á vinnumarkaðnum í heild. Hann er meiri meðal fólks sem starfar á almennum vinnumarkaði og enn meiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæði. Hjá hinu opinbera, það er ríki og sveitarfélögum, mælist ekki marktækur kynbundinn launamunur meðal starfsmanna með grunnskólamenntun og með háskólamenntun, en hjá þeim sem falla í flokkinn framhaldsskólamenntaðir mælist hann umtalsverður. Þessi könnun er sú fyrsta sem endurspeglar vinnumarkaðinn í heild sinni.

Drögum tjöldin frá

Bergný Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, frá Seyðisfirði, nemi í Myndlistaskólanum á Akureyri hlaut í fyrstu verðlaun og 50.000 kr. í verðlaunafé í veggspjaldasamkeppni um kynbundið ofbeldi.

Bókmenntadagskrá á Amtsbókasafninu á Akureyri

16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi hófst 25. nóvember og lýkur 10. desember nk. Í tilefni þess verður Jafnréttisstofa með bókmenntadagskrá á Amtsbókasafninu fimmtudaginn 27. nóvember kl. 17.15. 

Verkefnið Karlar til ábyrgðar kynnt í Háskólanum á Akureyri

Forsvarsmenn verkefnisins Karlar til ábyrgðar munu kynna verkefnið miðvikudaginn 26. nóv. kl. 12.00 í stofu L201 í Háskólanum á Akureyri. Einnig mun fara fram undirritun samnings um áframhaldandi samstarf við Jafnréttisstofu.

Fyrstu jafnréttisviðurkenningar Stígamóta

Fyrstu jafnréttisviðurkenningar Stígamóta voru veittar við hátíðlega athöfn í Iðnó föstudaginn 21. nóvember í tengslum við Evrópumálstofu um kynbundið ofbeldi.

Í heyranda hljóði

Í heyranda hljóði er opinn fundur með sérfræðingum sem vinna gegn kynbundnu ofbeldi. Hér er ekki um málþing að ræða heldur munu sérfræðingarnir sitja fyrir svörum. Fundurinn fer því fram í nokkurskonar samtali sérfræðinga og fundargesta. Fundurinn fer fram í Iðnó 25. nóvember kl. 13.00-16.00.

Vilja banna nektardans alfarið

Sex þingmenn úr Framsóknarflokki, Samfylkingu og Vinstri hreyfingunni – grænu framboði hafa lagt fram frumvarp um að undanþáguheimild til nektarsýninga á veitingastöðum verði felld á brott. Verði frumvarpið að lögum verða nektarsýningar í atvinnuskyni alfarið bannaðar. Einnig verður óheimilt með öllu að gera með öðrum hætti út á nekt starfsmanna eða annarra sem á staðnum eru.