Fréttir

Ný heimasíða um jafnréttisfræðslu í skólum opnuð

Heimasíða þróunarverkefnisins Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum var formlega opnuð af Jóhönnu Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, í dag. Heimasíðunni er ætlað að vera aðgengilegur gagnabanki fyrir kennara, nemendur, námsráðgjafa, foreldra og alla þá sem vilja fræðast og fræða um jafnrétti í námi og starfi.

Endurskoðuð Jafnréttisvog

Niðurstöður íslensku Jafnréttisvogarinnar voru kynntar fyrr á árinu, en um var að ræða Evrópuverkefni þar sem staða jafnréttismála í sveitarfélögum var mæld. Gagnaöflun fór fram á árinu 2007 og í nokkrum tilfellum skiluðu gögn frá sveitarfélögum sér ekki inn í Jafnréttisvogina. Ákveðið hefur verið að taka tillit til gagna frá þeim sveitarfélögum sem skiluðu seint á árinu og hefur röðun íslensku sveitarfélaganna nú verið endurreiknuð.

Íslendingar telja að kynjamisrétti einkenni samfélagið

Íslendingar telja að efnishyggja, skammsýni og óvissa um framtíðina einkenni íslenskt þjóðfélag, ef marka má rannsókn sem Capacent gerði nýlega og kynnt var á fyrirlestri Richards Barrett í Salnum í Kópavogi í síðustu viku. Kynjamisrétti er í níunda sæti yfir þau gildi sem almenningur telur að séu ríkjandi í samfélaginu, samkvæmt rannsókninni.

Jafnréttisstofa á Egilsstöðum

Jafnréttisstofa hélt opinn fund á Egilsstöðum síðastliðinn fimmtudag en fundaði einnig með bæjarráði Fljótsdalshéraðs og jafnréttisnefnd sveitarfélagsins.

Launamunur kynjanna eykst

Óútskýrður launamunur kynjanna hefur aukist um nærri þrjú prósentustig á milli ára, samkvæmt launakönnun SFR sem birt var á vefsíðu félagsins í gær. Konur höfðu samkvæmt könnuninni um 27% lægri heildarlaun en karlar. Þegar tekið hafði verið tillit til aldurs, vinnutíma, starfsaldurs, starfsstéttar, menntunar og vaktaálags, var óútskýrður launamunur kynjanna 17,2% en hann var 14,3% árið 2007.

Halla Tómasdóttir hlaut jafnréttisviðurkenningu Kópavogs

Halla Tómasdóttir, annar stofnenda Auðar Capital og starfandi stjórnarformaður, hlýtur jafnréttisviðurkenningu Kópavogsbæjar árið 2008 fyrir frumkvöðlastarf og gott fordæmi kvenna á öllum aldri. Jafnréttisviðurkenningin var afhent í Kórnum, sal Bókasafns Kópavogs, í lok dagskrár um jafnrétti í Kópavogi til framtíðar sem hófst kl. 16.

Jafnréttisviðurkenning Kópavogs afhent í dag

Árleg jafnréttisviðurkenning Kópavogs verður afhent í dag, fimmtudaginn 11. september kl. 16. Einnig verða kynnt drög að nýrri jafnréttisstefnu bæjarins og samstarfsverkefnið Jafnrétti í skólum, undir yfirskriftinni Jafnrétti í Kópavogi – til framtíðar.

Ný álit kærunefndar jafnréttismála

Álit kærunefndar jafnréttismála um kæru á hendur iðnaðarráðuneytinu, vegna skipunar í embætti orkumálastjóra, var birt á vefnum réttarheimild.is í gær. Ekki var talið að um brot hefði verið að ræða.

Jafnréttisstofa heimsækir Austurland

Jafnréttisstofa verður með opinn fund um jafnréttismál og ný jafnréttislög á Egilsstöðum á morgun, miðvikudaginn 10. september. Fundurinn verður haldinn á Hótel Héraði og hefst kl. 17.

Góður fundur um jafnréttismál á Ísafirði

Fyrsti fundur Jafnréttisstofu á ferð um landið fór fram á Ísafirði síðastliðinn fimmtudag. Fundurinn var vel sóttur og voru gestir fundarins mjög áhugasamir um jafnréttismál og ný lög um jafnan rétt og jafna stöðu kynjanna.