Fréttir

Meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins

María Rut Kristinsdóttir sérfræðingur í innanríkisráðuneytinu var með áhugavert erindi í hádeginu í dag í boði Jafnréttisstofu. Tilefnið var 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Í erindi sínu kynnti María Rut fyrstu tillögur samráðshóps um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins. Fjölmennt lið lögreglu sótti fyrirlesturinn ásamt öðru fagfólki. Góðar og gagnlegar umræður sköpuðust og sagði María Rut umræðurnar gott veganesti inn í frekari vinnu samráðshópsins. Samráðshópnum, sem skipaður var í mars á þessu ári, er ætlað að kortleggja stöðu mála og leggja fram aðgerðaáætlun sem miðar meðal annars að því að tryggja réttaröryggi, vandaða málsmeðferð og auka traust á réttarvörslukerfinu. 

Ársskýrsla Jafnréttisráðs

Út er komin ársskýrsla Jafnréttisráðs fyrir tímabilið 2015-2016, en ráðið er ein af fastanefndum velferðarráðuneytisins og  starfar á grundvelli laga um jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla nr. 10/2008.