Fréttir

Námskeið um jafnlaunavottun

Vakin er athygli á námskeiðum um jafnlaunavottun sem fram fara í haust hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.

Heimsókn forsætisráðherra á Jafnréttisstofu

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heimsótti Jafnréttisstofu þann 25. ágúst. Forsætisráðherra sem fer fyrir ráðherranefnd um jafnréttismál kynnti stefnu og áherslur stjórnvalda og einnig gafst á fundinum tækifæri til að ræða ýmsa þá málaflokka jafnréttismála sem hafa verið áberandi síðustu misseri.

Stilltar fatlaðar konur…?!

MARK Miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna og Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum kynna: Þriðjudaginn 22. ágúst nk. kl. 12-13 í H-103 Háskólatorgi mun Freyja Haraldsdóttir kynna niðurstöður meistararannsóknar sinnar í kynjafræði sem ber heitið „Stilltar fatlaðar konur…?! Fatlaðar konur og sálrænar afleiðingar af margþættri mismunun.“ Leiðbeinendur Freyju voru Þorgerður Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði við Háskóla Íslands og Rebecca Lawthom, professor í sálfræði við Manchester Metropolitan University.

Jafnréttisáætlanir skólanna eiga að tryggja framþróun í jafnréttismálum

Mikill meirihluti leik- og grunnskóla hefur sett sér jafnréttisáætlun í samræmi við skyldur skv. jafnréttislögum. Þegar Jafnréttisstofa kallaði hins vegar eftir upplýsingum um hvernig gengi að framfylgja áætlunum svar svarhlutfall dræmt. Þetta kemur fram í samantekt Bergljótar Þrastardóttur sérfræðings hjá Jafnréttisstofu.