Fréttir

Er ákvarðanataka í leikskólamálum tekin út frá kynja- og jafnréttissjónarmiðum?

Undanfarið hafa borist fréttir af breytingum innan leikskólamálaflokksins hjá einstaka sveitarfélögum. Á grundvelli lagaskyldu sveitarfélaganna ber þeim að leggja mat á kynja- og jafnréttisáhrif slíkra ákvarðana sem og annarra.