Fréttir

Jóla- og nýárskveðjur

Starfsfólk Jafnréttisstofu óskar öllum landsmönnum gleðilegra jóla og heillaríks komandi árs. Jafnréttisstofa verður lokuð frá 24. des. til og með 1. janúar 2013.

Könnun meðal íslenskra stjórnarmanna 2012

KPMG birti í gær niðurstöður könnunar meðal íslenskra stjórnarmanna annað árið í röð. Í könnuninni koma fram áhugaverðar niðurstöður meðal annars um ólík viðhorf kynjanna til kynjakvóta auk þess að konur og karlar sem sitja í stjórnum fyrirtækja hafa ólíkan bakgrunn.

Hvernig gengur þér að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf?

Hið gullna jafnvægi, vettvangur þeirra sem vilja stuðla að bættu starfsumhverfi, auknum sveigjanleika og samhæfingu fjölskyldu- og atvinnulífs, er aftur komið í loftið.

Málþing um heimilisofbeldi á Amtsbókasafninu

Samstarfshópur um 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi stóð fyrir málþingi á Amtsbókasafninu á Akureyri í síðustu viku þar sem augum var sérstaklega beint að heimilisofbeldi og réttarstöðu kvenna af erlendum uppruna sem verða fyrir slíku ofbeldi hérlendis.

Áfangaskýrsla um tilraunaverkefni í kynjaðri fjárhags- og starfsáætlunargerð í Reykjavík

Á vef Reykjavíkurborgar er hægt að nálgast nýútkomna áfangaskýrslu stýrihóps um kynjaða fjárhags- og starfsáætlunargerð á vegum borgarinnar en innleiðingavinna á kynjaðri fjárhags- og starfsáætlunargerð hjá Reykjavíkurborg hófst árið 2010. Skýr stefna borgaryfirvalda og stuðningur við verkefnið hefur orðið til þess að skapast hefur dýrmæt þekking á nýjum vinnubrögðum og nýrri aðferðafræði. Áfangaskýrslan er mjög gott dæmi um hvernig sveitarfélög geta beitt kynjasjónarhorni á sína starfsemi á hinum ýmsu sviðum.

Reykjavíkurborg gegn ofbeldi

Í tilefni 16 daga alþjóðlegs átaks gegn kynbundnu ofbeldi hafa fulltrúar í mannréttindaráði og starfsfólk Reykjavíkurborgar tekið höndum saman og ætla að fjalla um kynbundið ofbeldi, hver með sínum hætti, á vef borgarinnar. Á hverjum degi á þessu tímabili mun birtast ljóð, lag, hugleiðing eða örsaga um efnið. Höfundar hafa valið sér myndskreyti til að vinna með.

Heimilisfriður-heimsfriður

Alþjóðlegt sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi fer í hönd um helgina og stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Dagsetning átaksins var valin til að tengja á táknrænan hátt kynbundið ofbeldi og mannréttindi. Þann 25. nóvember er alþjóðlegur baráttudagur gegn ofbeldi gegn konum og 10. desember er hinn alþjóðlegi mannréttindadagur . Markmið átaksins er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis. Átakið í ár hefst með ljósagöngu Un Women 25. nóvember klukkan 19.00. Gengið verður frá Alþingishúsinu að Bíó Paradís en klukkan 20.00 verður svo kvikmyndin Tyrannosaur sýnd og allur ágóði miðasölu rennur til Un Women á Íslandi.

Kynjakrónur

Kynjakrónur: Handbók um kynjaða hagstjórn og fjárlagagerð er komin út. Bókin er samvinnuverkefni Jafnréttisstofu og fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Í henni eru kynntar aðferðir sem stuðlað geta að jafnrétti og betri nýtingu opinberra fjármuna. Bókin er ætluð ráðuneytum, sveitarfélögum, stofnunum, félagasamtökum og fyrirtækjum.

Morgunverðarfundur um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs

Fullt var út úr dyrum á morgunverðarfundi um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs sem haldinn var á Grand hóteli í gær, þriðjudaginn 20. nóvember. Til fundarins var boðað af Velferðarráðuneytinu í samstarfi við Jafnréttisstofu og Jafnréttisráð.

Jafnréttisstofa heimsótti sveitarfélög á Austurlandi

Jafnréttisstofa heimsótti þrjú sveitarfélög á Austurlandi í síðustu viku, Fljótsdalshérað, Fjarðabyggð og Seyðisfjörð. Skipulag funda var með svipuðu sniði á öllum stöðum þar sem Jafnréttisstofa kynnti helstu skyldur sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum, jafnframt því sem ýmis verkefni Jafnréttisstofu voru kynnt. Tryggvi Hallgrímsson sérfræðingur á Jafnréttisstofu og Arnfriður Aðalsteinsdóttir verkefnisstjóri sáu um fræðsluna.