Könnun meðal íslenskra stjórnarmanna 2012

KPMG birti í gær niðurstöður könnunar meðal íslenskra stjórnarmanna annað árið í röð. Í könnuninni koma fram áhugaverðar niðurstöður meðal annars um ólík viðhorf kynjanna til kynjakvóta auk þess að konur og karlar sem sitja í stjórnum fyrirtækja hafa ólíkan bakgrunn.Á síðasta ári var í fyrsta sinn lögð könnun fyrir stjórnarmenn, Könnun meðal íslenskra stjórnarmanna 2011, sem hafði það að markmiði að kortleggja nokkur lykilatriði varðandi stjórnarmenn og störf stjórna á Íslandi. Ákveðið var í samstarfi við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands að leggja aftur könnun fyrir þá sem sitja í stjórnum fyrirtækja hér á landi árið 2012 og fór könnunin fram haustið 2012.

Alls fengu 920 einstaklingar þátttökubeiðni og tóku 396 stjórnarmenn fullan þátt í könnuninni. Svarhlutfallið var því 43%. Um er að ræða stjórnarmenn hjá framleiðslu- og þjónustufyrirtækjum sem eru á lista Frjálsrar verslunar yfir 300 stærstu fyrirtækin á Íslandi árið 2011, hjá fjármálafyrirtækjum og vátryggingafélögum. Karlar voru fleiri en konur eða 71% og konur 29%.

Könnunin var fyrst og fremst hugsuð sem tilraun til að kortleggja hinn íslenska stjórnarmann og stjórnarstörf hans og teljum við að niðurstöðurnar gefi vísbendingar um bakgrunn stjórnarmanna og viðhorf þeirra til samsetningar stjórna, sem og starfshætti og starfsumhverfi stjórna. Í skýrslunni kemur jafnframt fram viðhorf stjórnarmanna til laga um 40% lágmarkshlutfall hvors kyns í stjórnum sem taka gildi 1. september 2013. 

Skýrslu KPMG má lesa hér