Fréttir

Ásta Jóhannsdóttir kosin til formennsku NFMM

Á aðalfundi NFMM (Nordisk förening för forskning om män och maskuliniteter) - Norrænna samtaka um rannsóknir á körlum og karlmennsku, þann 31. maí síðastliðinn var Ásta Jóhannsdóttir kosin formaður samtakanna. Markmið NFMM, samtaka sem stofnuð voru í janúar árið 2009, er að auka þekkingu og rannsóknir á sviði karlafræða. Mikilvægur liður í starfsemi samtakanna er útgáfa NORMA – tímarits á fræðasviði karla og karlmennsku. Tímaritið er leiðandi á sviði karlafræða á Norðurlöndum.

Framhaldsskólar skila jafnréttis- og framkvæmdaáætlunum

Síðastliðið haust kallaði Jafnréttisstofa eftir jafnréttisáætlunum frá 28 íslenskum framhaldskólum en samkvæmt jafnréttislögum ber vinnustöðum þar sem fleiri en 25 starfsmenn starfa að setja fram jafnréttis- og framkvæmdaáætlun um hvernig stjórnendur ætla að stuðla að jafnrétti kynjanna hvað varðar, laun, ráðningar, sveigjanleika, tækifæri til endurmenntunar og kynferðislega áreitni eða ofbeldi.

Samstarf milli Íslendinga og Kínverja á sviði jafnréttismála

Þann 29. maí sl. undirrituðu Anna Lilja Gunnarsdóttir ráðuneytisstjóri í velferðarráðuneytinu og Zhen Yan varaforseti samtakanna All-China Women´s Federation viljayfirlýsingu um samstarf sem snýr að auknu jafnrétti kynjanna.

Birtingarmyndir ofbeldis – hvað er til ráða?

Í nánast hverri viku falla dómar hér á landi í kynferðisbrotamálum. Kynbundið ofbeldi þar með talið kynferðisofbeldi gegn konum og börnum er óhuggulega útbreitt og því mikilvægt að beita öllum tiltækum ráðum til að kveða það niður. Síðast liðinn föstudag 11. maí boðuðu Jafnréttisstofa, Rannsóknarstofnun gegn ofbeldi og Háskólinn á Akureyri til fjölsóttrar ráðstefnu um birtingarmyndir ofbeldis, afleiðingar og úrræði í kjölfar endurmenntunarnámskeiðs sem haldið var við HA. 

Fræðsla fyrir börn um kynferðislegt ofbeldi

Verkefnisstjórn innanríkisráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis og velferðarráðuneytis um vitundarvakningu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum hefur undirritað samning við brúðuleikarana Hallveigu Thorlacius og Helgu Arnalds um brúðuleiksýningu í 2. bekk allra grunnskóla á Íslandi.

Ráðstefna: In/Equalities, Democracy and the Politics of Transition

Við vekjum athygli á ráðstefnunni „In/Equalities, Democracy and the Politics of Transition“ sem fer fram við Háskóla Íslands 10.-12. maí á vegum EDDU – öndvegisseturs. Þá bendum við sérstaklega á málstofuna „Gender, Well-being and Povery“ sem fer fram á morgun, fimmtudaginn 10. maí, kl. 16.15-18.15, í Öskju, stofu 132. Á meðal fyrirlesara í málstofunni er Sylvia Walby, prófessor í félagsfræði við Lancaster-háskóla, sem mun flytja erindið: „In What Way a Transition? Examining Political Responses to the Financial Crisis Using a Gender Lens“. Walby er leiðandi fræðimaður á sviði kynjafræða og m.a. höfundur bókarinnar The Future of Feminism (Polity 2011). Útdrátt úr erindi Walby má nálgast á slóðinni https://transition.hi.is/wp-content/uploads/2012/04/Sylvia-Walby-read.pdf Nánari upplýsingar má nálgast hér að neðan og á heimasíðu ráðstefnunnar.

Ráðstefna um birtingarmyndir ofbeldis - afleiðingar og úrræði

Jafnréttisstofa, Rannsóknamiðstöð gegn ofbeldi og Háskólinn á Akureyri munu halda ráðstefnu um birtingarmyndir ofbeldis - afleiðingar og úrræði í Háskólanum á Akureyri föstudaginn 11. maí kl. 13.00-17.00.

Jafnréttisfræðsla í skólum – já takk!

Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands heldur opna ráðstefnu um innleiðingu jafnréttisfræðslu á öllum skólastigum miðvikudaginn 16. maí kl. 13.30-16.30 í Skriðu, Menntavísindasviði HÍ við Stakkahlíð. Frummælendur koma af öllum skólastigum.

Stelpur-þarf að rannsaka þær?

MARK Miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna býður upp á hádegisfyrirlestur í Odda-106 þriðjudaginn 8. maí kl. 12-13.   Claudia Mitchell, prófessor við McGill háskóla í Kanada mun fjalla um uppruna og þróun stelpnarannsókna, tengsl þeirra við barnarannsóknir, kynja- og kvennarannsóknir. Þróun hugmynda og grasrótarstarfs á fræðasviðinu hefur vakið nýjar spurningar og leitt til rannsókna á hnattrænum tengslum suðurs og norðurs. Fyrirlesturinn er á ensku.

Hraustir menn. Sköpun kyngervis og sjálfsmyndar í íslensku friðargæslunni

RIKK Rannsóknastofa kvenna- og kynjafræðum býður upp á hádegisfyrirlestur í Öskju fimmtudaginn 26. apríl. Þar mun Helga Þórey Björnsdóttir, doktor í mannfræði flytja erindið „Hraustir menn. Sköpun kyngervis og sjálfsmyndar í íslensku friðargæslunni”