Fréttir

Fyrsti úrskurður kærunefndar samkvæmt nýjum lögum

Birtur hefur verið nýjasti úrskurður kærunefndar jafnréttismála, en um er að ræða fyrsta úrskurð nefndarinnar samkvæmt nýjum jafnréttislögum, nr. 10/2008.

Vestnorden: Jafnrétti í lögum og skólastarfi

Íslensk stjórnvöld leggja ríka áherslu á samvinnu Færeyja, Grænlands og Íslands, meðal annars á sviði jafnréttismála. Í tilefni af formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni 2009 verður boðið til tveggja daga námstefnu í Færeyjum 3.–4. júní um jafnrétti í skólastarfi og jafnréttislög. Námstefnan fer fram í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn.

Kvennabarátta og kristin trú

Útgáfuráðstefna í tilefni af útgáfu bókarinnar Kvennabarátta og kristin trú verður í Háskóla Íslands á morgunn. Ritstjórar bókarinnar eru Arnfríður Guðmundsdóttir og Kristín Ástgeirsdóttir.

UNIFEM-UMRÆÐUR um mansal á laugardaginn

Næstkomandi laugardag 2. maí mun UNIFEM á Íslandi halda áfram með fundaröð sína UNIFEM-UMRÆÐUR. Markmið fundanna er að varpa ljósi á stöðu kvenna í þróunarríkjum og á stríðshrjáðum svæðum sem og að kynna starf UNIFEM. Fundurinn sem stendur í um klukkutíma verður haldinn í Miðstöð Sameinuðu þjóðanna að Laugavegi 42 og hefst kl. 13.

Konur á Alþingi aldrei fleiri

Hlutur kvenna hefur aldrei verið jafnmikill á Alþingi Íslendinga og nú, en tæp 43% þingmanna sem náðu kjöri í nýafstöðnum þingkosningum eru konur. Hlutfallið var 31,2% eftir síðustu kosningar. Þrír þingflokkar hafa jafnt hlutfall kvenna og karla.

Alþingiskosningar 2009

Jafnréttisstofa hefur tekið saman hlutföll kynjanna og meðalaldur frambjóðenda á framboðslistum í kjördæmum og á landsvísu fyrir komandi alþingiskosningar. Samantektin hefur einnig að geyma hlutföll kvenna í fjórum efstu sætum framboðslistanna.

Jafnréttisvaktin skilar áfangaskýrslu

Jafnréttisvaktin hefur skilað Ástu R. Jóhannesdóttur, félags- og tryggingamálaráðherra, áfangaskýrslu um áhrif kreppunnar á karla og konur. Í áfangaskýrslu jafnréttisvaktarinnar er lögð áhersla á mikilvægi þess að stjórnvöld hafi ávallt jafnréttis- og kynjasjónarmið að leiðarljósi við alla ákvarðanatöku.

Teikni- og ljóðasamkeppni Jafnréttisstofu og Eymundsson

Jafnréttisstofa efnir til teikni- og ljóðasamkeppni meðal barna á mið- og unglingastigi grunnskóla í samstarfi við Eymundsson. Stofan vill með keppninni vekja athygli barna, foreldra og starfsfólks skólanna á mikilvægi jafnra tækifæra stúlkna og drengja, karla og kvenna til að velja sér menntun og störf með tilliti til áhuga og hæfileika óháð kyni og stuðla að jafnréttisfræðslu.

Félagasamtök fagna samþykkt vændisfrumvarps

Kvenréttindafélag Íslands, Femínistafélag Íslands og Zontasamband Íslands hafa sent frá sér ályktanir þar sem félögin fagna því að á Alþingi hafi verið samþykkt lög sem gera kaup á vændi refsiverð. Leggja félögin áherslu á það að vændi sé ein tegund kynferðislegs ofbeldis og að með lagasetningunni hafi verið stigið mikilvægt skref í jafnréttismálum á Íslandi.

Jafnréttisstofa fagnar banni við kaupum á vændi

Jafnréttisstofa fagnar því að Alþingi hafi samþykkt frumvarp um breytingar á hegningarlögum, sem gerir það refsivert að kaupa vændi. Telur Jafnréttisstofa að um mikilvægt skref í jafnréttismálum sé að ræða, sem vinni gegn kynbundnu ofbeldi og mansali.