Jafnréttisstofa fagnar banni við kaupum á vændi

Jafnréttisstofa fagnar því að Alþingi hafi samþykkt frumvarp um breytingar á hegningarlögum, sem gerir það refsivert að kaupa vændi. Telur Jafnréttisstofa að um mikilvægt skref í jafnréttismálum sé að ræða, sem vinni gegn kynbundnu ofbeldi og mansali. Um var að ræða þingmannafrumvarp sem þingmenn úr Framsóknarflokki, Samfylkingu og Vinstri hreyfingunni – grænu framboði lögðu fram. Frumvarpið var samþykkt þann 17. apríl sl. með 27 atkvæðum gegn þremur, en 16 þingmenn sátu hjá. Hægt er að lesa frumvarpið hér.