Fréttir

Starfshópur um aukinn hlut kvenna í sveitarstjórnum

Kristján L. Möller samgönguráðherra hefur skipað starfshóp sem leggja á fram tillögur um aðgerðir stjórnvalda til að jafna betur stöðu kynjanna í sveitarstjórnum við næstu sveitarstjórnarkosningar árið 2010. Starfshópurinn kom saman til fyrsta fundar þann 7. apríl sl.

Menningar- og minningarsjóður kvenna

Menningar- og minningarsjóður kvenna auglýsir eftir styrkumsóknum vegna ársins 2009. Að þessu sinni er sjóðurinn opinn fyrir umsóknum frá atvinnulausum konum 50 ára og eldri sem hófu nám eða hyggjast hefja nám á árinu 2009.

Kynjajafnrétti á formennskuári Íslands

Á þessu ári fer Ísland með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Félags- og tryggingamálaráðuneytið og Jafnréttisstofa skipuleggja og hafa umsjón með fjölda verkefna og viðburða á sviði jafnréttismála í samráði við jafnréttisnefnd Norrænu ráðherranefndarinnar og fleiri aðila.

Jafnréttisstofa vinni að auknum hlut kvenna

Alþingi hefur ályktað að Ásta R. Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, feli Jafnréttisstofu að hrinda af stað aðgerðum til að efla hlut kvenna í sveitarstjórnum. Hlutur kvenna í sveitarstjórnum hefur aukist mjög hægt, þrátt fyrir umræðu um mikilvægi þess að fjölga konum í stjórnmálum á undanförnum árum. Konur voru þannig tæp 36% allra sveitarstjórnarmanna á landinu eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar 2006. Hlutfall kvenna í nefndum, ráðum og stjórnum sveitarstjórnarmanna var svipað.

Tímaritshefti um áhrif kyns í PISA-rannsókninni

Nýlega kom út sérstakt hefti af tímaritinu European Educational Research Journal um efnið gender and PISA (kyngervi og PISA) sem Ingólfur Ásgeir Jóhannesson prófessor við Háskólann á Akureyri ritstýrði ásamt Almari M. Halldórssyni og Ragnari F. Ólafssyni sérfræðingum hjá Námsmatsstofnun. Í heftinu eru fjórar greinar sem fjalla um hvernig hægt er að nota PISA-rannsóknina til að aukins skilnings á áhrifum kyns nemenda á nám.