Fréttir

Öndvegissetur í jafnréttis- og margbreytileikarannsóknum

Öndvegissetrið EDDA auglýsir nú styrki handa doktorsnemum, nýdoktorum og öðrum fræðimönnum sem fást við rannsóknir á fræðasviðum sem tengjast jafnréttis- og/eða margbreytileikafræðum.

Mansal - Líka á Íslandi

Rauði kross Íslands og Rannsóknarstofa í Kvenna- og kynjafræðum (RIKK) kynna nýja rannsókn um eðli og umfang mansals á Íslandi þann 2. september næstkomandi. Um er að ræða fyrstu rannsókn á þessu sviði hér á landi. Samkvæmt henni fer því fjarri að Ísland sé einungis gegnumstreymisland fyrir fórnarlömb mansals eins og margir hafa talið heldur einnig móttökuland þar sem tugir einstaklinga dvelja hér til lengri eða skemmri tíma.

Jafnréttisviðurkenning Kópavogsbæjar

Árleg jafnréttisviðurkenning Kópavogsbæjar verður afhent mánudaginn 31. ágúst í forrými Salarins og hefst dagskráin kl. 16:00.

Kyn og kreppa

Hvernig nýtum við kreppuna til aukins kynjajafnréttis? Norræn ráðstefna Kvenréttindafélags Íslands um kyn og kreppu verður haldin laugardaginn 26. september nk. á Grand Hóteli í Reykjavík kl. 10.00-17.00.

Jafnréttisfræðsla fyrir kennara

Jafnréttisstofa býður upp á starfsdagspakka fyrir starfandi kennara og starfsfólk skóla, einnig eru í boði styttri námskeið og fyrirlestrar.

Norræn ráðstefna um jafnréttisfræðslu í skólum

Norræn ráðsstefna um jafnréttisfræðslu í skólum verður haldin 21. – 22. september n.k. á vegum norrænu ráðherranefndarinnar. Á ráðstefnunni verða fyrirmyndarverkefni Norðurlandanna á sviði jafnréttisstarfs í skólum kynnt. Lögð verður áhersla á efni sem veitt getur innblástur til góðra verka í jafnréttismálum í bland við fræðileg erindi. Ráðstefnan sem er öllum opin er kjörin vettvangur fyrir skólafólk, foreldra, fræðimenn, stjórnmálamenn og alla þá sem vilja fræða og fræðast um jafnrétti í námi og starfi. Á ráðstefnunni verður lögð áhersla á að kynna efni sem veitt getur innblástur til góðra verka í jafnréttismálum í bland við fræðileg erindi.