Kyn og kreppa

Hvernig nýtum við kreppuna til aukins kynjajafnréttis?
Norræn ráðstefna Kvenréttindafélags Íslands um kyn og kreppu verður haldin laugardaginn 26. september nk. á Grand Hóteli í Reykjavík kl. 10.00-17.00.
Ráðstefnan hefst á ávarpi menntamálaráðherra, Katrínar Jakobsdóttur, en aðrir frummælendur verða Tryggvi Hallgrímsson sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu, Sigríður Snævarr sendiherra og annar aðstandandi verkefnisins Nýttu kraftinn, Gyða Margrét Pétursdóttir doktorsnemi í kynjafræði við HÍ, Kristín Pétursdóttir forstjóri Auðar Capital, Carita Peltonen ráðgjafi í jafnréttismálum og fyrrverandi starfsmaður jafnréttisnefndar Norrænu ráðherranefndarinnar. Eftir hádegisverð verður unnið í tveimur vinnuhópum.

• Vinnuhópur 1 (á skandinavísku): Kreppan gefur körlum séns: Þátttaka verkalýðsfélaganna – leiðir til aukins kynjajafnréttis. Stjórnandi Maríanna Traustadóttir, jafnréttisfulltrúi ASÍ.
• Vinnuhópur 2 (á ensku): Hugmyndasmiðja: Hvernig nýtum við kreppuna til aukins kynjajafnréttis? Stjórnandi Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild HÍ.
Fundarstjóri: Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta.

Þátttökugjald er kr. 1.000, innifalinn er hádegisverður, kaffi og drykkur í mótttöku KRFÍ að lokinni dagskrá.
Ráðstefnan fer fram á skandinavísku og ensku. Allar nánari upplýsingar og skráning á krfi[at]krfi.is