Jafnréttisviðurkenning Kópavogsbæjar

Árleg jafnréttisviðurkenning Kópavogsbæjar verður afhent mánudaginn 31. ágúst í forrými Salarins og hefst dagskráin kl. 16:00.

Dagskrá:

Kl. 16:00 Setning: Una María Óskarsdóttir, formaður jafnréttisnefndar Kópavogsbæjar.
Kl. 16:05 Tryggvi Hallgrímsson frá Jafnréttisstofu: „Jöfnum leikinn – Handbók um kynjasamþættingu“.
Kl. 16:20 Maríanna G. Einarsdóttir, leikskólastjóri: „Getur strákur verið Rauðhetta?“ – kynjajafnréttisverkefni leikskólans Smárahvamms.
Kl. 16:35 Íris Arnardóttir, náms- og starfsráðgjafi: „Þar sem tvö tré koma saman, þar er skógur“ – jafnréttisverkefni Hörðuvallarskóla.
Kl. 16:45 Afhending árlegrar jafnréttisviðurkenningar.

Léttar veitingar