Fréttir

Ályktun KRFí og Verndar um aðstæður kvenfanga

Kvenréttindafélag Íslands og Vernd – fangahjálp, vilja í sameiningu vekja athygli á því að aðstæður kvenfanga eru mun lakari en karlfanga. Fyrir það fyrsta er einungis eitt fangelsi í boði fyrir kvenfanga, Kvennafangelsið í Kópavogi, þar sem þrengsli eru mikil. Kvenfangar eiga ekki kost á vistun í opnu fangelsi líkt og karlfangar og möguleikar kvenna til framhalds- og starfsnáms á meðan betrunarvist þeirra stendur, eru mun lakari en karlanna. Auk þess gefast kvenföngum ekki sömu tækifæri til að stunda vinnu samhliða afplánun og karlföngum.

Ástir og átök

Föstudaginn 1. október verður haldið málþing um ástir og átök kvennabaráttunnar á Íslandi, í stofu 132 Öskju, kl. 14.00-16.00. Samstarfsaðilar um málþingið eru Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum (RIKK) og Skotturnar, regnhlífasamtök kvennahreyfingarinnar á Íslandi. Tilefnið er Kvennafrídagurinn sem haldinn verður í þriðja sinn þann 25. október 2010.

Alþjóðleg ráðstefna um jafnrétti og bann við mismunun

Lagadeild Háskóla Íslands stendur fyrir ráðstefnu um jafnrétti og bann við mismunun í samvinnu við Mannréttindaskrifstofu Íslands. Ráðstefnan fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands dagana 26. og 27. október nk.

Jafnréttisviðurkenning 2010

Jafnréttisráð lýsir eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar fyrir árið 2010. Viðurkenningu geta hlotið einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög, hópar eða félagasamtök, sem á einn eða annan hátt hafa skarað fram úr eða markað spor á sviði jafnréttismála. Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs er þema Jafnréttisráðs árið 2010. Því verður sérstaklega horft til þátta sem kynnu að snerta þemað. Jafnréttisráð vonast eftir tilnefningum sem víðast að og minnir á nauðsyn þess að vekja athygli á verkum eða aðgerðum í þágu jafnréttis kvenna og karla og hvetja þannig til frekari dáða.

Rannsóknir á ofbeldi í nánum samböndum

Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd við Háskóla Íslands hefur gefið út tvær skýrslur þar sem greint er frá niðurstöðum tveggja rannsókna sem stofnunin vann fyrir félags- og tryggingamálaráðuneytið. Rannsóknirnar eru hluti af aðgerðaáætlun til að sporna við ofbeldi karla gegn konum í nánum samböndum. Niðurstöður voru kynntar í gær.

Ályktanir landsfundar jafnréttisnefnda sveitarfélaga

Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaganna var haldinn á Akureyri dagana 10.-11. september. Þátttaka á fundinum var góð en fulltrúar frá 17 sveitarfélögum tóku þátt í dagskránni. Fundurinn sendi frá sér eftirfarandi ályktanir.

Skál fyrir genunum, peningunum og framtíðinni!

Þorgerður Einarsdóttir og Gyða Margrét Pétursdóttir fjalla um kynjagreiningu rannsóknarskýrslunnar í opnum fyrirlestri:  “Skál fyrir genunum, peningunum og framtíðinni! - Kynjagreining á Skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis". Í fyrirlestrinum er greint frá niðurstöðum kynjafræðilegrar greiningar á skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem gerð var að beiðni þingmannanefndar sem fjallaði um skýrsluna. Rætt er um hvernig samfélagslegar og menningarbundnar hugmyndir og orðræða um kyn, karlmennsku og kvenleika, léku stórt hlutverk í þeirri atburðaráðs sem leiddi til hrunsins.

Ályktun stjórnar KRFÍ um kynfæragötun

KFRÍ hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun:Kvenréttindafélag Íslands varar við svokallaðri „kynfæragötun" sem hefur færst í vöxt meðal ungra kvenna að undanförnu. Ætla má að klámvæðing samfélagsins sé rót þessarar auknu eftirspurnar. Klámvæðingin hefur síast inn í vitund kvenna jafnt sem karla og kemur t.d. glögglega í ljós í poppmenningunni og í auglýsingum. Klámvæðingin stuðlar að „normaliseringu" kláms og afleiðingum þess, s.s. kaupum á vændi, mansali, o.s.frv. Kynfæragötun getur auk þess haft alvarlegar heilsufarslegar afleiðingar fyrir konur.

Jafnréttisdagar Háskóla Íslands

Dagana 20.-24. september verða Jafnréttisdagar haldnir í Háskóla Íslands annað árið í röð. Líkt og í fyrra verður dagskráin afar fjölbreytt og verður fjallað um jafnrétti í víðum skilningi og frá mismunandi sjónarhornum. Að dögunum standa fjölmargir aðilar innan Háskólans sem tengjast jafnréttismálum, rannsóknastofnanir, námsbrautir, ýmis hagsmunafélög nemenda, jafnréttisnefndir innan skólans og fleiri aðilar, auk aðila utan skólans.

Kynjafræðileg greining á skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis

Í skýrslu þingmannanefndar sem fjallar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er sérstakur kafli þar sem skýrsla rannsóknarnefndarinnar er greind út frá kynjafræðilegu sjónarhorni. Greiningin er unnin af dr. Þorgerði Einarsdóttir, prófessor og dr. Gyðu Margréti Pétursdóttur, aðjúnkt.