Fréttir

Jafnréttisstofa gefur út bráðabirgðastarfsleyfi til vottunar á jafnlaunakerfum

Jafnréttisstofa gefur út bráðabirgðastarfsleyfi til vottunar á jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana á grundvelli staðalsins ÍST 85, samkvæmt 3. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 1030/2017, en nýlega tók þessi reglugerð breytingum og var 3. málsgreininni breytt og Jafnréttisstofu fengið þetta hlutverk.

Jafnréttismál flytjast til forsætisráðuneytis

Þann 1. janúar 2019 taka til starfa ný ráðuneyti heilbrigðismála og félagsmála við uppskiptingu velferðarráðuneytisins sem verður lagt niður frá sama tíma. Þá flytjast jafnréttismál til forsætisráðuneytis. Þingsályktunartillaga um breytta skipan ráðuneyta var samþykkt á Alþingi í gær.

Stuðlað að fjölgun vottunaraðila vegna vottunar jafnlaunakerfa

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur undirritað reglugerð sem á að flýta fyrir því að nýjar vottunarstofur geti haslað sér völl á markaði/ hafið starfsemi og öðlast faggildingu til að votta jafnlaunakerfi samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST 85. Samkvæmt núgildandi fyrirkomulagi þarf vottunarstofa að hafa framkvæmt tiltekinn lágmarksfjölda úttekta á jafnlaunakerfum fyrirtækja eða stofnana áður en faggildingasvið Einkaleyfastofa getur veitt henni faggildingu...